Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum

Höfundar

  • Berglind Rós Magnúsdóttir
  • Unnur Edda Garðarsdóttir

Lykilorð:

Félagsleg uppsveifla, Framhaldsskóli, Bláflibbauppruni, Bourdieu, Veruháttur

Útdráttur

Í greininni eru greind þau félagslegu og tilfinningalegu átök sem framhaldsskólanemendur upplifa þegar þau ganga í menntaskóla sem þau hafa lært að sé bæði merkilegri og fínni en þeir staðir sem þau hafa fram að því alið manninn á. Þetta eru nemendur sem eiga ekki uppruna sinn í táknrænum heimi borgaralega hvítflibbans heldur koma úr þorpinu eða sveitinni eða eiga sér bláflibbabakgrunn. Nýtt er hugtakalíkan Bourdieu til að greina þá hvata sem verða til þegar veruhátt og vettvang skortir samhljóm og það þykir virðingarvert að laga sig að vettvangi. Gagnasöfnun fór fram á árunum 2017-2019 og voru tekin djúpviðtöl við 48 stúdentsefni í 10 framhaldsskólum, þar af fjórir landsbyggðarskólar. Fjórðungur viðmælenda úr hátt skrifuðum skólum reyndist hafa bláflibbauppruna og eru raddir þeirra leiðarstef í greininni. Nemendurnir hafa gert sér far um að taka upp gildi og viðmið sem tíðkast á skólavettvangnum en verða á sama tíma mjög gagnrýnin á lífsmáta og hugmyndir á upprunavettvangi. Þetta ferli getur verið sársaukafullt og markast af andstæðum tilfinningum eins og skömm, stolti, sektarkennd og létti. 

Um höfund (biographies)

Berglind Rós Magnúsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Unnur Edda Garðarsdóttir

Aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.10.2023

Hvernig skal vitna í

Magnúsdóttir, B. R., & Garðarsdóttir, U. E. (2023). Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum. Íslenska þjóðfélagið, 13(1), 17–32. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3867

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar