„Afsetning Guðbjargar Kolbeinsdóttur frá sakramenti.“ Samsláttur valdsviða í Mývatnssveit

Höfundar

  • Hjalti Hugason

Útdráttur

Meginviðfangsefni greinarinnar lýtur að samvinnu og skörun en jafnframt árekstrum and-legs og veraldlegs valds í kjölfar siðaskiptanna. Leitast er við að svara spurningunni um hvort andlegir og veraldlegir embættismenn Danakonungs hafi ávallt unnið samhæft eða hvort til árekstra hafi komið á milli þeirra, til dæmis vegna mismunandi túlkunar á nýjum réttar-heimildum eða vegna vafa á hvort eldri fyrirmæli hefðu að fullu misst gildi sitt. Mál sem reis í Mývatnssveit upp úr 1560 er notað til að varpa ljósi á þetta samspil en það sýnir hvernig valdsviðunum tveimur gat lostið saman. Um þetta leyti fæddi bóndadóttir þar í sveit barn. Í kjölfarið bauð prófastur héraðsins sóknarprestinum að útiloka hana frá kvöldmáltíðar-sakramentinu. Hún skaut máli sínu til sýslumanns sem komst að gagnstæðri niðurstöðu.

Hið sanna í málinu virðist hafa verið að konan hafi rangfeðrað barn sitt og játað á sig einfalt barneignarbrot en hafi í raun eignast barnið með manni sem hafði verið kvæntur systur hennar sem þá var látin. Þar með var um blóðskömm að ræða samkvæmt kristinrétti miðalda og það kallaði á hörð viðurlög. Virðist prófasti hafa verið kunnugt um þetta en ekki sýslumanni.

Prófasturinn virðist hafa freistað þess að knýja fram játningu konunnar með hjálp hefð-bundinna agameðala kirkjunnar. Það hefur hann gert á grundvelli miðaldakaþólsks skilnings þess efnis að hún og mágur hennar væru fallin í bann án dóms og hana bæri því að útiloka frá kvöldmáltíðinni án þess að veita þyrfti henni áminningu eða lýsa banni yfir henni form-lega. Sýslumaðurinn lagði kirkjuskipan Kristjáns III og lútherskan skilning aftur á móti til grundvallar við úrskurð sinn. Hann vildi því að konan væri áminnt og hún í framhaldinu bannfærð væru til þess fullgildar ástæður, sem hann grófst þó ekki fyrir um að neinu ráði.

Hér er því sem sé haldið fram að réttaróvissa á siðaskiptatímanum hafi valdið þessum skiptu skoðunum prófastsins og sýslumannsins þar sem kirkjuskipan Kristjáns III fyllti ekki að fullu upp í það skarð sem myndaðist þegar réttarheimildir miðaldanna féllu úr gildi á þessu sviði.

Abstract
Following the Reformation various types of legal uncertainty developed in Iceland, as elsewhere, when the medieval source of law expired without new laws replacing them or when disagreement on how to interpret the new legislative act arose.
In this article one concrete example of this uncertainty is examined. In the year 1562, in the Myvatn-area in northern Iceland, a farmer’s daughter gave birth to a child without being married. Subsequently the Dean of the province asked the Priest in her parish to exclude her from the Holy Communions. The Magistrate however, ruled that she should be permitted to attend the Holy Communion. There the ecclesiastical and secular authorities disagreed.
The position of the Dean seems to have been decided by the fact that he knew that the father of the child was in fact the woman’s brother-in-law. Therefore her violation was a form of fornication and by the medieval sources of law she should not be permitted to attend the Holy Communions because of the act itself.
The Magistrate appears, on the other hand, to have made his judgement judged on the basis of the confession of the woman of a simple childbearing violation. He also stated that the Church ought to have warned her and formally suspended her before she was prohibited from participating in the Holy Communions. The Dean seems to have made his judgement according to the medieval sources of law but the Magistrate made his according to the new church organization of king Christian III.
In this case the spiritual and the secular fields are interwoven in another thing as well. The Magistrate bought a sought-after land from the woman’s father around the time of his ruling in the case. The ownership of the father and therefore the acquisition value will have to be examined in relation to whether he really had been unaware of the gravity of the violation of his daughter at the time of purchase. This part of the case is also discussed in the article.

Um höfund (biography)

Hjalti Hugason

Professor in Church history. School of Humanities - Faculty of Theology and Religious Studies.

Niðurhal

Útgefið

2016-09-08