Um tímaritið

##about.focusAndScope##

Ritröðin birtir greinar, ritdóma og ritfregnir á fræðasviðum guðfræði og almennra trúarbragðafræða. Einnig birtir hún greinar af öðrum fræðasviðum sem snerta ofangreind svið eða ritnefnd metur hverju sinni áhugaverðar. Lengdarviðmið greina er 6000-8000 orð.

 

Ritröðin er fyrst og fremst ætluð til að kynna rannsóknir sem unnar eru á vegum guðfræði- og trúarbragðafræðideildar eða í samvinnu við hana (t.d. í tengslum við ráðstefnur o.s.frv.). Þá er öðrum en starfsmönnum guðfræði- og trúarbragðafræðideildar heimilt að senda greinar til birtingar. 

##about.peerReviewProcess##

Allar greinar skulu gangast undir nafnlausa ritrýni tveggja sérfræðinga á viðkomandi sviði. Í því ljósi ákveður ritnefnd hvort grein skuli tekin til birtingar, en veitir höfundi að öðrum kosti rökstuðning um höfnun eða gefur ábendingar um breytingar. Höfundum ber að bregðast við ritrýni áður en til birtingar kemur.

 

Almennt skal vísa til heimilda og hjálpargagna í greinum sem birtar eru í Ritröðinni. Við frágang tilvísana skal farið að reglum tímaritsins Ritið. Leiðbeiningarnar má finna á slóðinni http://hugvis.hi.is/sites/hugvis.hi.is/files/snidskjal_-_ritid_0.pdf. Greinum skal fylgja stuttur útdráttur á íslensku og ensku (150-200 orð).

Birtir eru ritdómar bæði um innlend og erlend rit á þeim fræðasviðum sem falla undir Ritröðina. Í ritdómum skal keppt eftir því að fram komi sjálfstætt mat en ekki aðeins kynning á riti. Í upphafi skal birta fullkomnar bókfræðilegar upplýsingar um rit það sem tekið verður til umfjöllunar og gengið út frá eftirfarandi viðmiðun eftir því sem við á: Höfundur: Titill rits. Bindisnúmer. Upplýsingar um ritröð og hefti. Ritstjóri/sá er búið hefur til prentunar/þýðandi. Útgáfustaður, Útgefandi, útgáfuár. Fjöldi blaðsíðna. Ritdómar skulu almennt ekki vera lengri en tvær „normalsíður“, þ.e. 2400 slög á síðu.

##about.publicationFrequency##

Stefnt er að því að Ritröðin komi út tvisvar á ári.