Aðskilnaður ríkis og kirkju. Síðari grein

Höfundar

  • Hjalti Hugason Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Útdráttur

Í greininni er fjallað um umræður um aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi á 80 ára tímabili (um 1915–1995) sem kallast hér „stutt tuttugasta öld“. Hér er fengist við sjónarmið sem færð voru gegn aðskilnaði. Kemur greinin í kjölfar annarrar þar sem gerð var grein fyrir rökum sem færð voru með honum.
Algengast var að litið væri svo á að aðskilnaður mundi draga úr möguleikum þjóðkirkjunn-ar að rækja hefðbundið hlutverk sitt meðal þjóðarinnar a.m.k. í fámennari byggðum. Einnig var litið svo á að við aðskilnað yrði kirkjan mun verr í stakk búin til að gegna margháttuðum félagslegum hlutverkum sínum í samfélaginu og að snertiflötur hennar við þjóðina í því efni mundi þrengjast.
Dæmi voru samt um að mælt væri gegn aðskilnaði af „prinsipástæðum“. Í því sambandi var t.d. bent var á að kristindómurinn væri ein helsta vörn vestrænnar menningar gegn þeirri ógn sem stafaði af kommúnismanum í kalda stríðinu. Þá var bent á að hér á landi hefði kirkjan verið einn helsti aflgjafinn í andlegri menningu þjóðarinnar. Ennfremur var bent á að aðskilnaður ríkis og kirkju mundi hleypa af stað trúarlegu upplausnarástandi er ofstækis-fullir sértrúarsöfnuðir sem kostaðir væru af erlendu fé mundu nýta sér til framdráttar. Loks höfnuðu sumir aðskilnaði vegna þess að alltaf hlytu einhver tengsl að vera milli kirkju og ríkis hvar sem hún starfaði. Þau tengsl þyrftu að vera með skipulegum hætti, byggð á lögum og hvíla á sögu, hefð og reynslu í landinu sjálfu.

Abstract
This is the second article of two where the author analyses the discourse about the separation between church and state in Iceland in the period 1915–1995. In this article he deals with the arguments given against separation. In the first one he dealt with the opposite views.
In the discussion it was common to state that separation would reduce the potential of the National church of Iceland to fulfill its traditional role among the nation at least on the 

countryside. It was also considered that, when separated, the National church would be far worse positioned to fulfill its multifaceted social role in the community.
Still, some participants argued for separation of “principle reasons”. As an example, it was pointed out that Christianity was one of the main defenses of Western culture against the threat posed by Communism during the Cold War. It was also pointed out that in Iceland the Church had been one of the main sources of spiritual culture among the nation. Furthermore, it was pointed out that the separation of state and church would trigger a religious chaos when fanatical sectarian groups funded by foreign movements would advance in Iceland. Finally, it was stated that some connections would always be needed between church and state wherever and they must be organized by law according to the history, tradition and experience of each country.

Um höfund (biography)

Hjalti Hugason, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Prófessor í kirkjusögu.

Niðurhal

Útgefið

2020-06-30