„Honum sje eilíft lof og æra fyrir strítt og blítt“ Jón Steingrímsson og Skaftáreldar

Höfundar

  • Hjalti Hugason Háskóli Íslands

Útdráttur

Skaftáreldar 1783–1784 teljast annað mesta flæðibasaltgos jarðar á síðastliðnum 2000 árum, aðeins gosið í Eldgjá 934 var stærra. Hér er því um jarðsögulegan atburð að ræða. Móðu­harð­indin sem fyldu í kjölfarið til 1785 ollu því að þjóðinni fækkaði um rúmlega fimmtung og búpeningur landsmanna stráféll. Hafa þessir atburðir orðið hluti af sameigin­legum minningum þjóðarinnar en þá er talið að byggð í landinu hafi staðið tæpast. Því má líta svo á að um tilvistarlegan viðburð hafi verið að ræða í þjóðarsögunni.

Frá Skaftáreldum eru til einhverjar merkustu goslýsingar mannkynssögunnar en þær er að finna í ritum Jóns Steingrímssonar (1728–1791) sem var prestur á Prestbakka á Síðu meðan á gosinu stóð og til dauðadags. Í ritum hans er gosinu og afleiðingum þess lýst en atburðarásin jafnframt túlkuð út frá því sjónarhorni að í gosinu komi fram réttlát refsing Guðs vegna andvaralauss lífernis fólksins á Síðunni en þó jafnframt boðað að Guð hafi einnig komið því til leiðar að ekki fór verr.

Í greininni er gengið út frá að Jón hafi verið mótaður af þeirri menntahefð sem hér hafði þróast frá siðaskiptatímanum og fram á hans daga á grundvelli evrópskra áhrifa. Hjá honum hafi því gætt áhrifa frá klassísismanum, húmanismanum, barokkmenningunni og loks upplýsingunni. Hann stóð því á mörkum tveggja tíma sem koma annars vegar fram í náttúru­vísinda­legum áhuga hans en hins vegar í trúnni.

Jón hefur orðið þekktur fyrir að tala kjark í söfnuð sinn m.a. í eldmessunni sem hér er skoðuð sem merkilegur félagssálfræðilegur gjörningur. Þá aðstoðaði hann fólk bæði við fæðu­öflun og í baráttunni við þá fjölmörgu kvilla sem skortinum fylgdu en hann var góður læknir. Loks sýndi hann mikið persónulegt frumkvæði við að deila út gjafafé frá Dönum til þeirra sem verst urðu úti. Þótti hann hafa farið út fyrir umboð sitt og varð að taka út refsingu fyrir. Niðurstaða greinarinnar er því að þrátt fyrir að Jón hafi túlkað hörmungarnar sem refsingu Guðs varð það ekki til þess að hann legði árar í bát eða beygði sig fyrir því sem hann leið.

Abstract

The volcanic eruption Skaftáreldar (also known as Laki eruption) 1783–1784 is considered the second greatest eruption of its type on Earth in the past 2000 years. Only the eruption in Eldgjá 934 was larger. This was a big geo-historic event. The period of hardship that followed the Skaftáreldar is called Móðuharðindin. It caused the population in Iceland to reduce by more than a fifth and the livestock died in great numbers. These events have become part of the collective memory of the nation and some think that the population could have died out. It can therefore be considered as an existential event as well.

There exists a remarkable and unique description of the eruption Skaftáreldar written by Jón Steingrímsson (1728–1791) who was a pastor at Prestbakki in Síða when the eruption started to his death. In his writings he describes the eruption and its effects. He also interprets the event as the righteous punishment of God because of the lifestyle of the people of Síða and he also preaches that God has seen to it that the situation did not become worse.

In this article it is assumed that Steingrímsson was shaped by the educational tradition that had evolved from the Reformation period to his time, with European influences. There is influence in his writing from classicism, humanism, baroque and enlightenment. He therefore lived on the junction of two times. This can be seen in his interest in geology and in his faith in God.

Steingrímsson has become known for his ability to encourage his congregation at this hard time. This is well documented for example in his sermon the Fire Mass (Eldmessa), here viewed as remarkable psychosocial performance. He also helped people gathering food and with all the problems that followed the lack of food, and he was a good doctor. He showed a great initiative when he offered to divide the donations from Denmark to the people most affected. He was thought to have gone beyond its mandate in that project and was punished for that. This article concludes that despite the fact that Steingrímsson interpreted the disaster as God’s punishment he did not give up before the suffering but rather rose to the occasion and did what he could to help others.

Um höfund (biography)

Hjalti Hugason, Háskóli Íslands

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Niðurhal

Útgefið

2015-12-17