Aðskilnaður ríkis og kirkju. Upphaf almennrar umræðu 1878–1915. Fyrri grein

Höfundar

  • Hjalti Hugason Háskóli Íslands.

Útdráttur

Með stjórnarskrá fyrir hin sérstöku málefni Íslands frá 1874 var lokið hinu kirkjudeildarlega bundna tímabili hér á landi. Í stað evangelísks-lúthersks ríkisátrúnaðar var komið hér á þjóðkirkjuskipan og trúfrelsi. Aðeins fjórum árum síðar hófst umræða um hvort þessi tvö trúarpólitísku stefnumál væru samræmanleg eða hvort velja þyrfti á milli þeirra.
Í þessari grein verður sýnt fram á hvernig tvær stefnur í þessu efni komu fram á árunum kringum 1880. Önnur kallast hér aðskilnaðarleið. Hún var knúin áfram af mannréttinda-sjónarmiðum og hafði það markmið að koma á trúfrelsi í landinu sem risi undir nafni en væri ekki aðeins á pappírnum. Hin kallast löggjafarleið og byggðist á trúar- og kirkjulegum sjónarmiðum. Fylgjendur hennar litu svo á að kirkja og ríki hefðu því sameiginlega hlutverki að gegna að tryggja velferð fólks, bæði tímanlega og eilífa, sem og að þetta tækist ekki án samvinnu kirkju og ríkis. Fylgjendur löggjafarleiðarinnar vildu því þróa hér sjálfstæða þjóð-kirkju í áframhaldandi tengslum við ríkisvaldið á grundvelli sérlaga um ýmis kirkjuleg mál-efni. Fylgjendur þessarar stefnu virðast hafa talið ásættanlegt að einhverjir sem ekki fylgdu þjóðkirkjunni að málum væru eigi að síður skyldir til að greiða henni sömu gjöld og þjóð-kirkjufólk og hefðu því ekki fjárhagslegan ábata af því að standa utan kirkjunnar og annarra trúfélaga. Löggjafarleiðin festist í sessi á fyrsta áratugi 20. aldar og hefur verið fylgt í íslensk-um trúmálarétti æ síðan. Í annarri grein sem áformað er að birta í næsta hefti þessarar ritraðar verður fengist við ýmsa afmarkaða þætti í aðskilnaðarumræðunni og sýnt hvernig þessum fyrsta þætti hennar lauk með stjórnarskrárbreytingum þar sem komið var til móts við helstu gagnrýni aðskilnaðarsinna.


Abstract
The Constitution for Iceland from 1874 stipulated a national church and religious freedom in the country instead of the former evangelical-Lutheran state-religion. Four years later discussions began on whether these two religious systems were compatible or if the Icelanders must chose the one or the other.
In this article it will be shown how two policies in this area became clear around 1880. The first one is here called the “way of separation“. It was driven by human-rights perspectives, aiming to establish real religious freedom in the country and its followers thought that separation between church and state was unavoidable. The other one is here named “the way of legislation”. It was based on religious and ecclesiastic perspectives. The followers of this way of thinking felt that church and state had a common role in ensuring both the timely and eternal welfare of the Icelandic people and thus thought that the church and state must cooperate. Followers of the “way of legislation” thus wanted to develop an independent national church in ongoing relations with the state. They seem to have
considered it acceptable that some who did not follow the national church were obliged to pay the same charges as those who belonged the national church and thus had no financial benefit from standing outside of the church and other religious communities. The way of legislation was formally established in the 1910s and has been followed in Icelandic religious law ever since.
In a later article, which is intended to be published in the next number of this journal, various specified themes of the debate on separation between church and state will be analyzed. It will also be shown how it was attempted to meet the main criticism of those who wanted separation with changes of the Constitution.

Um höfund (biography)

Hjalti Hugason, Háskóli Íslands.

Prófessor

Niðurhal

Útgefið

2019-01-08