Kirkjuskipan fyrir 21. öld. Þriðja grein: Núverandi stefna og tillaga að endurskoðun

Höfundar

  • Hjalti Hugason

Útdráttur

Þetta er síðasta greinin í þriggja greina röð um kirkjuskipan fyrir 21. öldina. Í fyrstu greininni voru almennar forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna á hinni nýbyrjuðu öld ræddar. Í annarri greininni var staða þjóðkirkjunnar greind í ljósi þeirra forsendna. Var sýnt fram á að þrátt fyrir ákvæði í 1. gr. núgildandi þjóðkirkjulaga (frá 1997) geti þjóðkirkjan ekki talist sjálfstæð heldur sé staða hennar nær því að vera opinbert trúfélag. Í þessari lokagrein verður sú stefna greind sem ráðið hefur för við endurskoðun á þjóðkirkjulögunum sem staðið hefur með hléum frá 2007.
Hér eru færð rök að því að þjóðkirkjunni beri að beita sér áfram fyrir þeirri þróun til aukins sjálfstæðis sem stóð alla 20. öldina. Þetta ber henni að mati höfundar að gera til að auka stofnunarlegt (corporative) trúfrelsi sitt, auka jöfnuð milli sín og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga og til að vera betur búin undir hugsanlegar róttækar breytingar á núverandi sambandi sínu við ríkisvaldið. Sýnt er fram á að í drögum að frumvarpi til endurskoðaðra þjóðkirkjulaga frá 2013 er stigið marktækt skref í þessa átt. Er það einkum gert með 7. gr. þess sem áskilur þjóðkirkjunni ákvörðunarrétt um skipulag sitt og stofn-anir og valdmörk milli þeirra. Jafnframt er bent á þá hættu að greinin í núverandi mynd ýti undir los í kirkjuskipaninni.
Í greinarlok er kynnt tillaga að kirkjuskipan í fjórum þrepum þar sem stuttum rammalögum um réttarstöðu þjóðkirkjunnar er ætlað að leggja grunn að stórauknu sjálf-stæði hennar. Þá er breytingartillaga gerð til að sníða helstu ágallana af fyrrnefndri 7. gr. og auka þar með festu í kirkjuskipaninni.

Abstract
This is the final article in a three-article series on the order of the Icelandic National Church in the 21st century. The first article was on the general criteria for the structure of the National Church order in the century now commenced. The second article discussed the position of the National Church and it was analyzed in light of the general criteria. It showed that despite of the provisions of Article 1 in the current National Church Act (1997), the National Church cannot be seen as independent. Its position as described in the Act is closer to a public religious group. This final article analyses the approach to the review of the National Church Act that has been on-going since 2007.
Here it is argued that the National Church should continue the debate of increased independence that took place throughout the 20th century. It is the opinion of the author that this is what should be done to enhance the Church corporative freedom, increase equality between itself and other faith based and life stance organizations and to be better prepared for possible drastic changes to the current relationship with the state. It is shown that in the draft of the revision of the National Church Act from 2013 is a significant step forward in this direction. It is clearest in the new Article 7 where the National Church is given full discretion over its own organization and its agencies and the division of responsibilities between them. It is also pointed out that Article 7, in its current form, increases the risk of too rapid changes to the church order that can make it unstable.
In conclusion the author proposes a new church order for the National Church that is divided into four steps, all with small legal framework that provides a basis for a substantial increase of the National Church independence. Then the proposal also includes changes to the above mentioned Article 7 that would create a more stable church order.

Niðurhal

Útgefið

2015-07-01