Kirkjuskipan fyrir 21. öld. Önnur grein: Frjáls og aðskilin kirkja?

Höfundar

  • Hjalti Hugason

Útdráttur

Í þessari grein er leitast við að svara tveimur grundvallarspurningum um réttarstöðu íslensku þjóðkirkjunnar samkvæmt núgildandi kirkjuskipan. Sú fyrri fjallar um hvort stöðu kirkjunnar sé réttilega lýst svo að hún sé sjálfstætt (autonom) trúfélag án frekari skýringar eða takmarkana. Hin síðari lýtur að hvort möguleg sé að líta svo á að aðskilnaður hafi orðið milli ríkis og kirkju. Í greininni er byggt á viðmiðunum sem kynntar voru í grein sem birtist í síðasta hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar undir fyrirsögninni „Kirkjuskipan fyrir 21. öld. Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna“.
Sýnt er fram á að þjóðkirkjan búi vissulega að lögbundnu sjálfræði þegar um er að ræða túlkun á evangelísk-lútherskri kenningu og ákvarðanir um helgisiði. Þá njóti hún víðtæks stjórnunarlegs sjálfstæðis. Á hinn bóginn er sýnt fram á að umtalsverðar skorður séu á sjálfstæði kirkjunnar. Koma þær til dæmis fram í núgildandi þjóðkirkjulögum sem taka ekki aðeins til (réttar-)stöðu kirkjunnar heldur einnig stjórnar hennar og jafnvel megin-atriðanna í starfsháttum.
Þegar tekið er tillit til þeirra takmarkana sem sjálfræði kirkjunnar eru settar verður ekki fallist á að mögulegt sé halda því fram að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi átt sér stað hér.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-15