Orðasambandafræði fyrr og nú

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.2

Lykilorð:

málsháttarsöfn, uppruni orðasambandafræði, EUROPHRAS

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um uppruna orðasambandafræði og helstu frumkvöðla fræðanna. Fræðigreinin á rætur sínar í gerð málshátta-, orðskviða- og spakmælasafna á miðöldum og allt til dagsins í dag. Söfn af þessu tagi voru sett saman víða í Evrópu, einkum í þeim tilgangi að styðja við latínulærdóm skólapilta fyrr á tímum. Í greininni er stiklað á stóru og helstu málsháttasafna, jafnt í lausu sem bundnu máli, frá völdum málsvæðum í Evrópu gerð skil. Það er ekki fyrr en um miðja 20. öld sem til verður vísir að því sem í dag kallast orðasambandafræði: fræðileg umfjöllun um orðasambönd af öllum gerðum (orðtök, orðastæður, orðapör, málshættir o.s.frv.). Svissneski fræðimaðurinn Charles Bally og síðar rússneski málvísindamaðurinn Viktor Vinogradov voru brautryðjendur á þessu fræðasviði sem sprettur upp sem svið innan stílfræði, orðfræði og orðabókarfræði. Á síðari hluta 20. aldar tóku sérfræðingar í þýska málheiminum forystu á fræðasviðinu og ekki leið á löngu uns fræðimenn á Spáni, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og á Norðurlöndunum fylgdu í fótspor þeirra. Þá er einnig gerð grein fyrir stofnun og hlutverki EUROPHRAS, evrópskum samtökum um orðasambandafræði.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17

Svipaðar greinar

1-10 af 14

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.