Frá ritstjórum

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.17.1.1

Útdráttur

Notkun orðasambanda í ræðu og riti auðga tunguna og gera hana blæbrigðaríka og kjarnmikla. Að undanförnu hafa sjónir beinst æ meir að því sviði málvísinda sem lúta að (föstum) orðasamböndum og er óhætt að fullyrða að mikil gróska hafi verið í rannsóknum fræðimanna um eiginleika, formgerðir, myndmál og flokkun fastra orðasambanda, gildi þeirra sem hluta af orðaforða tungumálsins, sem og mikilvægi í kennslu og námi erlendra tungumála. Föst orðasambönd eru tvö eða fleiri orð sem standa saman og mynda merkingarbæra heild. Mörg eru notuð í málsamfélaginu líkt og um eitt orð væri að ræða, og oft eru þau í yfirfærðri merkingu. Sem dæmi má nefna leggjast undir feld í merkingunni ‚íhuga lausn á vandamáli í einrúmi‘, hitta naglann á höfuðið ‚hafa á réttu að standa‘, og bæta gráu ofan á svart ‚gera illt verra‘.

Frá árinu 2022 er Rannsóknastofa í orðasambandafræði (RÍÓ) starfrækt við Háskóla Íslands. Hún heyrir undir Hugvísindasvið og starfar innan vébanda Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Rannsóknastofan er vettvangur fyrir fræðimenn og áhugafólk um orðasambandafræði. Markmið hennar eru meðal annars að vera vettvangur fyrir rannsóknir á sviði orðasambandafræði og beita sér fyrir útgáfu efnis um fræðin.

Niðurhal

Útgefið

2025-12-17