Í kraftalífi

Um tengsl dæmisagna og helgisagna

Höfundar

  • Hjalti Snær Ægisson Háskóli Íslands - Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.7

Lykilorð:

Dæmisögur, helgisögur, jarteinir, píslarvætti, bókmenntasaga

Útdráttur

Dæmisögur miðalda eru nátengdar helgisögum og mörk þessara tveggja textategunda virðast hafa verið óljós í meðförum evrópskra höfunda allt fram á 12. öld. Í þeim norrænu ævintýrum sem varðveist hafa frá miðri 14. öld er víða að finna frásagnir um jarteinir og píslarvætti sem hvort tveggja tilheyrir hefð helgisagna, en ritun þeirra stendur í miklum blóma á Íslandi á sama tímabili. Í greininni er fjallað um nokkur þýdd ævintýri með hliðsjón af helgisögum. Í ævintýrum sem fjalla um dýrlinga er gjarnan fjallað um stök augnablik, ekki síst dauðastundina, fremur en að reynt sé að draga upp heildarmynd af lífshlaupinu. Þegar píslarvættisdauði er í brennidepli í ævintýrum er hann gjarnan settur fram sem rökleg niðurstaða spennandi frásagnar, fremur en að lýsingin á honum hafi sjálfstætt gildi sem hluti af tilbeiðslu dýrlingsins.

Um höfund (biography)

  • Hjalti Snær Ægisson, Háskóli Íslands - Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

    Hjalti Snær Ægisson (f. 1981) lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hann er rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Niðurhal

Útgefið

2025-03-27

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar