Dansk som transitsprog for islændinge ind i Norden

Kan dansk fungere som nøgle til svensk og norsk?

Höfundar

  • Þórhildur Oddsdóttir Háskóli Íslands
  • Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.2.6

Lykilorð:

orðaforðaskilningur, erlend tungumál, yfirfærsla á þekkingu, Norðurlandamál, námsgögn

Útdráttur

Í þessari grein er gerð grein fyrir rannsókn á orðaforðaskilningi íslenskra grunnskólanemenda í 10. bekk á texta skrifuðum á sænsku. Niðurstöður eru bornar saman við sambærilega rannsókn á orðaforðaskilningi á sama texta, skrifuðum á dönsku. Í báðum tilvikum er skilningur byggður á sjálfsmati nemenda, þeir merktu einstök orð textans eftir því hvort þeir teldu sig skilja orð, hvort þeir væru í vafa um merkingu orðs og loks hvort þeir teldu orðið óskiljanlegt.

Gerð er grein fyrir kenningum að baki orðaforðaskilningi í erlendu tungumáli, hvaða ástæður gætu legið að baki öðrum niðurstöðum en búist var við, og hvað mætti gera til að auðvelda nemendum að yfirfæra þekkingu á einu erlendu tungumáli yfir á annað. Enn fremur er fjallað um hvers virði þekking á Norðurlandamálum er Íslendingum og mikilvægi þess að taka mið af alþjóðlegum rannsóknum og reynslu við útgáfu á námsgögnum og í kennslu erlendra tungumála í íslenskum skólum.

Um höfund (biographies)

  • Þórhildur Oddsdóttir, Háskóli Íslands

    Þórhildur Oddsdóttir (f. 1953) lauk MA-prófi í dönsku með áherslu á kennslufræði tungumála frá Háskóla Íslands og er fv. aðjunkt í dönsku við sama skóla.

  • Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

    Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (f. 1949) lauk meistaraprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem dönskukennari, norrænn kennsluráðgjafi, námsefnishöfundur og síðast forstöðumaður Tungumálavers Reykjavíkurborgar.

Niðurhal

Útgefið

2025-03-18

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar