Frá ritstjórum

Höfundar

  • Geir Þ. Þórarinsson
  • Þórhildur Oddsdóttir

Útdráttur

Tímamót eru í útgáfu ritsins Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu á árinu 2022, en frá árinu 2009 hefur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gefið út eitt hefti af ritinu á ári. Að þessu sinni koma út tvö hefti á árinu, en fyrra hefti 14. árgangs er sérhefti sem ber yfirskriftina Nýjar rannsóknir í annarsmálsfræðum og fjöltyngi á Íslandi. Gestaritstjóri var Birna Arnbjörnsdóttir. Framvegis munu koma út tvö hefti á ári. Verður fyrra heftið sérhefti tileinkað afmörkuðu viðfangsefni, en almennt hefti mun koma út fyrir lok hvers árs. Á árinu 2023 mun sérhefti Milli mála bera yfirskriftina Skáldið, taóið og dulspekin og fjalla um áhrif daoisma og dulspeki í verkum Halldórs Laxness og túlkun hans á þeim. Gestaritstjóri verður Geir Sigurðsson.

Niðurhal

Útgefið

2023-03-20

Tölublað

Kafli

Frá ritstjórum