Um Caju Rude

Höfundar

  • Þórhildur Oddsdóttir

Útdráttur

Árið 1929 kom út í Danmörku smásagnasafnið Skyggebilleder (Skuggamyndir) eftir Caju Rude, sem þá var 45 ára. Þetta var fyrsta bók höfundarins, en á næstu fjórtán árum sendi hún frá sér tíu skáldverk til viðbótar. Hún samdi einnig tvö leikrit á árunum 1925–1926 sem tekin voru til sýninga á landsbyggðinni. Nú eru verk Caju Rude lítt þekkt og nafn hennar nánast gleymt, en styrkur hennar sem höfundar var ódrepandi áhugi á samfélagslegum málefnum. Hún bar hag hinna veiku og fátæku fyrir brjósti og tókst að lýsa þeim slæmu kjörum sem persónur hennar máttu búa við í anda raunsæisstefnunnar.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-01

Tölublað

Kafli

Þýðingar