„It's the end of the world as we know it“

Viðhorf kennaranema til ChatGPT

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.17

Lykilorð:

ChatGPT, gervigreind, háskólanám, kennaranemar

Útdráttur

Á undanförnum misserum hefur verið töluverð umræða í háskólum um kosti og galla ChatGPT í námi. ChatGPT er öflugt gervigreindarverkfæri sem er byggt á risamállíkani og líkir eftir mannlegum texta. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf kennaranema í Háskólanum á Akureyri til ChatGPT á haustmisseri 2023, tækifæri og áskoranir tengdar notkun verkfærisins í háskólanámi og hvernig þau sáu fyrir sér að nýta það í framtíðinni. Einnig var skoðað hvort viðhorf þeirra og notkun á ChatGPT breyttist yfir misserið. Gagna var aflað með spurningakönnun í tveimur námskeiðum í kennarafræði, bæði í upphafi og við lok misserisins, og gögnin þemagreind. Niðurstöður sýndu að nemendur voru meðvitaðir um tækifæri og áskoranir tengdar ChatGPT og lögðu áherslu á ábyrga notkun. Einnig mátti greina breytingu á viðhorfi nemenda í garð ChatGPT og þróun í notkun verkfærisins milli kannananna. Rannsóknin veitir upplýsingar um viðhorf til ChatGPT og notkun þess meðal kennaranema og undirstrikar mikilvægi samtals og samvinnu innan háskólasamfélagsins um notkun verkfærisins

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Jórunn Elídóttir, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

    Jórunn Elídóttir (je@unak.is) er dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún er leikskólakennari og sérkennslufræðingur (cand.paed.spec) frá Noregi og starfaði á árum áður sem leikskólasérkennari, og síðar sérkennari og sérkennsluráðgjafi í grunnskólum. Hún lauk doktorsprófi frá Worcester University árið 2002. Kennslu- og rannsóknarsvið hennar hafa verið menntun án aðgreiningar, sérkennslufræði, leikskólafræði og kennsluráðgjöf.

  • Sólveig Zophoníasdóttir, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

    Sólveig Zophoníasdóttir (sz@unak.is) er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hún lauk B.Ed.-gráðu frá sama skóla (1999), diplómu í tölvu- og upplýsingatækni frá Kennaraháskóla Íslands (2000), meistaragráðu frá Háskóla Íslands (2011) og er í doktorsnámi við sama skóla. Rannsóknir Sólveigar hafa einkum beinst að gæðum kennslu, upplýsingatækni, samræðum, leiðsagnarmati, starfsþróun, námskrá og nemendaþátttöku.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-31