FIÐÓFUR – þRIFÞJÓVUR – FRIÐÞJÓFUR

Þróun stafsetningar í textaritun barna í 1.-4. bekk

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.13

Lykilorð:

stafsetning, hljóðgreining, stafsetningarreglur

Útdráttur

Mikilvægur þáttur í ritunarnámi er að læra að stafsetja rétt. Til að byrja með treysta börn fyrst og fremst á hljóðgreiningu við stafsetningu orða en læra smám saman um aðrar hefðir og reglur og fara að beita þeim. Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um þróun stafsetningar hjá íslenskum börnum í 1.–4. bekk. Rannsóknin er byggð á langtímagögnum og var stafsetning metin í rituðum textum barna, skoðað hvernig villur þau gera og hvernig þær þróast milli ára. Niðurstöðurnar sýna að í lok yngsta stigs hafa íslensk börn náð ágætum tökum á hljóðgreiningu og stafsetja rétt orð sem eru skrifuð í samræmi við framburð. Þau eru einnig farin að átta sig á öðrum reglum og hefðum um stafsetningu og nýta sér það í ritun en eru langt frá því fullnuma í notkun þeirra. Leiða má að því líkum að þar skorti meðal annars dýpri skilning á tungumálinu.

Um höfund (biography)

  • Rannveig Oddsdóttir, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

    Rannveig Oddsdóttir (rannveigo@unak.is) er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk leikskólakennaranámi frá Fósturskóla Íslands 1994, meistaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á sérkennslu 2004 og doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2018. Rannveig kenndi um árabil í leik- og grunnskólum en hefur undanfarin ár sinnt kennslu, rannsóknum og ráðgjöf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Helstu viðfangsefni Rannveigar í kennslu og rannsóknum eru mál, læsi og ritun ungra barna.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-31