„Ég virðist alltaf falla á tíma“: Reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla íslands

Höfundar

  • Sigrún Harðardóttir
  • Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2018.27.8

Lykilorð:

háskólanám, aðlögun, námsvandi, stuðningur, hindranir

Útdráttur

Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda.

Um höfund (biographies)

  • Sigrún Harðardóttir
    Sigrún Harðardóttir er lektor við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í uppeldisfræði og félagsráðgjöf árið 1988, starfsréttindanámi í félagsráðgjöf árið 1989, námi í náms- og starfsráðgjöf árið 1993, uppeldisog kennslufræði árið 1994, meistaraprófi í félagsráðgjöf (MSW) árið 2005, doktorsprófi í félagsráðgjöf árið 2014 og diplómanámi í kennslufræði háskóla árið 2017, öllu frá Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið höfundar snúa að skólafélagsráðgjöf, sálfélagslegri líðan nemenda og úrræðum innan skóla.
  • Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir
    Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir starfar hjá Forvörnum ehf. við fræðslu og ráðgjöf, er stundakennari við Háskóla Íslands, en var áður forstöðufélagsráðgjafi Geðsviðs LSH. Hún lauk BA-prófi og námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá HÍ 1988, meistaraprófi frá Göteborgs Universitet 1999 og varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands 2014. Hún er sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði. Þá lauk hún viðbótardiplómanámi í kennslufræði háskóla frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2016 og fékk vottun Vinnueftirlitsins til þess að vinna sálfélagslegt áhættumat 2017. Sveinbjörg Júlía hefur stundað rannsóknir á lífsgæðum þeirra sem greinst hafa með geðsjúkdóma.

Niðurhal

Útgefið

2018-12-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar