PISA – Hvað svo? Nokkur leiðarstef um innleiðingu menntaumbóta

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.42

Lykilorð:

menntaumbætur, innleiðing menntastefnu, samvirkni, lærdómssamfélag, menntarannsóknir, gæði menntakerfa

Útdráttur

Niðurstöður PISA 2018 verða gerðar opinberar í byrjun desember 2019. Af því tilefni má búast við víðtækri umræðu í samfélaginu um menntamál og um gæði íslenska menntakerfisins. Þessari grein er ætlað að vera innlegg í þá umræðu og þá einkum um æskileg viðbrögð eða aðgerðir til að bæta menntun íslenskra barna og ungmenna. Dregin er saman nýleg þekking um farsælar menntaumbætur og reynt að varpa ljósi á hvaða hagnýtu þýðingu hún kann að hafa fyrir umbótastarf hér á landi. Á grunni þeirrar þekkingar eru sett fram sjö leiðarstef sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar við innleiðingu umbótastarfs, þau eru: Nám og kennsla í brennidepli; aðstæðubundnar aðgerðir; samstarfsmiðuð nálgun og samvirkni; fagleg forysta, þekking og hæfni; menntarannsóknir; fjölskyldur og samfélag; og jöfnuður á öllum stigum kerfisins. Til nánari útskýringar er sett fram eitt dæmi um umbætur sem byggja á þessum leiðarstefjum.

Um höfund (biography)

Anna Kristín Sigurðardóttir

Anna Kristín Sigurðardóttir aks@hi.is er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Hún er með B.Ed.-gráðu í grunnskólakennslu og M.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands í sérkennslu. Doktorsgráðu lauk hún frá Háskólanum í Exeter 2006 á sviði skólaþróunar og menntastjórnunar. Rannsóknarsvið hennar tengjast menntastjórnun og menntaumbótum, lærdómssamfélagi og námsumhverfi skóla í tengslum við nám og kennslu.

Niðurhal

Útgefið

2020-02-10

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar