Útgefið efni - síða 2
-
Sérrit 2018 - Framhaldsskólinn í brennidepli
2018Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2018 – Framhaldskólinn í brennidepli er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórn skipuðu Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Hjördís Þorgeirsdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
GreinarnarÍ sérritinu eru 11 ritrýndar greinar og 2 ritstýrðar. Auk almenns handritalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Ritinu er skipt niður í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn er inngangur, næsti kafli fjallar um framhaldsskólakerfið, sá þriðji er um kennsluhætti og sá fjórði og síðasti snýr að nemendum. Þetta skiptist svona niður:
Inngangsgreinin er Starfshættir í framhaldsskólum: Aðdragandi og framkvæmd rannsóknar 2012–2018. (Ritstýrð grein). Því næst kemur kafli um framhaldsskólakerfið og þar er þessar þrjár greinar að finna: Kvika menntabreytinga: Viðbrögð framhaldsskólans við kröfum menntayfirvalda um breytingar; Þversagnir og kerfisvillur? Kortlagning á ólíkri stöðu bóknáms- og starfsnámsbrauta á framhaldsskólastigi; Ólíkur félagslegur og menntapólitískur veruleiki íslenskra framhaldsskóla: Nám til stúdentsprófs í 20 ár af sjónarhóli framhaldsskólakennara og -stjórnenda. Í kaflanum þar á eftir eru sex greinar um kennsluhætti: Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum; Samvinna framhaldsskólanemenda: Liður í lærdómi til lýðræðis; Kennsluhættir speglaðir í ljósi sjálfræðis: Virðing, ábyrgð og traust; Frumkvæði nemenda: Innlit í kennslustundir níu framhaldsskóla; Sköpun skiptir sköpum: Viðhorf tungumálakennara til skapandi kennsluhátta; Building bridges and constructing walls: Subject hierarchies as reflected in teachers’ perspectives towards student influence. Fjórði og síðasti kaflinn fjallar um nemendur og þar eru þessar þrjár greinar: Nemendamiðað námsumhverfi: Hugmyndir framhaldsskólanemenda um kjöraðstæður til náms. (Ritstýrð grein), Margbreytileiki brotthvarfsnemenda og „Bara ekki mínar týpur!“ Sjálfsmyndarsköpun, félagsleg aðgreining og framhaldsskólaval.
-
Sérrit 2018 - Bókmenntir listir og grunnþættir menntunar
2018Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2018 – Bókmenntir listir og grunnþættir menntunar er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórn skipuðu Jón Ásgeir Kalmansson, Eyja M. Brynjarsdóttir og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
GreinarnarÍ sérritinu eru 11 ritrýndar greinar. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Laxdæla saga og siðferðilegt uppeldi í skólum; Ógæfa Bolla Þorleikssonar: Hugleiðing um hvernig Laxdæla saga leggur spurningar fyrir lesanda sinn en svarar þeim ekki; Lína Langsokkur sterkust í öllum heiminum – Astrid Lindgren í heimi skólans; Sérfræðingskápan -nám í hlutverki. Rannsókn á notkun kennsluaðferða leiklistar í skólastarfi með ungum börnum; Grunnþættir menntunar, myndlist og mannkostamenntun; Laxdæla sem fóður fyrir gagnrýna hugsun; Margbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklist; Barnabókmenntir, byrjandalæsi og grunnþættir menntunar; Dygðir, siðferði og siðferðisþroski: Að nota Íslendingasögur til mannkostamenntunar; Dygðir í Laxdæla sögu: Efniviður fyrir mannkostamenntun; Siðfræði í bókmenntakennslu
-
Netla - Ársrit
2016 -
Netla - Ársrit
2015 -
Netla - Ársrit
2014 -
Netla - Ársrit
2013