2018: Sérrit 2018 - Bókmenntir listir og grunnþættir menntunar

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2018 – Bókmenntir listir og grunnþættir menntunar er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórn skipuðu Jón Ásgeir Kalmansson, Eyja M. Brynjarsdóttir og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérritinu eru 11 ritrýndar greinar. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Laxdæla saga og siðferðilegt uppeldi í skólum; Ógæfa Bolla Þorleikssonar: Hugleiðing um hvernig Laxdæla saga leggur spurningar fyrir lesanda sinn en svarar þeim ekki; Lína Langsokkur sterkust í öllum heiminum – Astrid Lindgren í heimi skólans; Sérfræðingskápan -nám í hlutverki. Rannsókn á notkun kennsluaðferða leiklistar í skólastarfi með ungum börnum; Grunnþættir menntunar, myndlist og mannkostamenntun; Laxdæla sem fóður fyrir gagnrýna hugsun; Margbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklist; Barnabókmenntir, byrjandalæsi og grunnþættir menntunar; Dygðir, siðferði og siðferðisþroski: Að nota Íslendingasögur til mannkostamenntunar; Dygðir í Laxdæla sögu: Efniviður fyrir mannkostamenntun; Siðfræði í bókmenntakennslu

Útgefið: 2020-02-04