Skipulag og eftirfylgni stuðnings við lestur á yngsta stigi grunnskóla séð með augum læsisfræðinga

From the perspectives of literacy experts

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2024/10

Lykilorð:

skipulag lestrarstuðnings, eftirfylgni með lestrarstuðningi, lestrarkennsla

Útdráttur

Skipulag og eftirfylgni stuðnings við lestur á yngsta stigi grunnskóla séð með augum læsisfræðinga. Í greininni er fjallað um niðurstöður viðtala við starfandi læsisfræðinga þar sem reynt var að fá innsýn í skipulag við lestrarnám nemenda sem þurfa á auknum stuðningi að halda í skólum sem búa að góðri fagþekkingu í lestrarfræðum. Hugað var sérstaklega að stefnumörkun og aðgerðaáætlunum er varða kennslu, hvernig mati væri háttað, hvers kyns matstæki væru notuð og hvernig stuðningi við nemendur og eftirfylgni í tengslum við hann væri hagað. Helstu niðurstöður voru þær að reglulega er skimað á fyrstu árum í grunnskóla en ítarleg greining á lestrarvanda á sér ekki stað fyrr en í þriðja bekk.

Um höfund (biographies)

Guðmundur Engilbertsson, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

Guðmundur Engilbertsson (ge@unak.is) er lektor við kennaradeild Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hann hefur lokið B.Ed.-prófi í kennarafræði og M.Ed.-prófi í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri. Helstu viðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum lúta að gæðum kennslu, kennslufræði, orðaforða og læsi til náms.

Fjóla Björk Karlsdóttir, Háskólinn á Akureyri - Hug- og félagsvísindasvið

Fjóla Björk Karlsdóttir (fjolabjork@unak.is) er aðjunkt við viðskiptadeild Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hún hefur lokið B.Sc.- og M.Sc.-prófi í viðskiptafræði og diplómaprófi í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru tengd fjármálum sveitarfélaga og fyrirtækja, líðan starfsmanna á vinnustað og börnum með lestrarerfiðleika.

Niðurhal

Útgefið

2024-08-12

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)