Norðurlönd, tungumál þeirra og menning í námsgögnum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.15.2.8Lykilorð:
Norðurlönd, námsskrár, námsgögnÚtdráttur
Við eigum að læra um Norðurlönd í skólanum. Það hafa Norðurlöndin fyrir löngu sammælst um, og í Helsinkisáttmálanum frá 1962 segir: „Fræðsla og menntun í skólum í sérhverju Norðurlandanna skal í hæfilegum mæli taka til fræðslu í tungumálum og um menningu og almennt þjóðfélagsástand á hinum Norðurlöndunum, þar með töldum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi“. Frá því að sáttmálinn var undirritaður hefur þessi viljayfirlýsing verið áréttuð í ýmsum norrænum samþykktum. Tilgangur Helsinkisáttmálans og síðari skjalfestra viljayfirlýsinga undirstrikar þá kennslufræðilegu sýn sem birtist meðal annars í námskrám landanna, auk þess sem útgáfa ýmissa námsgagna til tungumálakennslu gefur vísbendingar um hvað þykja heppileg námsgögn.
Í þessari grein ætla ég að lýsa áhersluatriðum úr rannsóknarverkefni sem ég hef tekið þátt í. Það var styrkt af Nordisk Ministerråd (Risager, 2022). Í verkefninu var skoðað hvernig Norðurlöndin eru kynnt í völdum námsgögnum: Íslenska efnið er óstaðsett og gæti með sínum tilbúnu persónum verið ættað hvaðan sem er úr hinum vestræna heimi, finnska efnið minnir nokkuð á ferðamannabækling, og í færeyskum skólum nota nemendur kennslugögn sem samin eru til móðurmálskennslu í Danmörku.