Innflytjendur og íslenskupróf.

Höfundar

  • Ari Páll Kristinsson

Útdráttur

Tungumálapróf fyrir innflytjendur sem sækja um ríkisborgararétt hafa orðið sífellt algengari í evrópskum þjóðríkjum og frá því í janúar 2009 hafa íslensk lög einnig kveðið á um slík próf. Innflytjendum á Íslandi fjölgaði mjög ört um tveggja áratuga skeið kringum aldamótin síðustu. Sennilega eru þrjú algengustu móðurmál þeirra (í stafrófsröð) enska, litháíska og pólska. Stefna íslenskra stjórnvalda er að hvetja innflytjendur til að læra íslensku og þau hafa jafnframt stutt við námskeiðahald í íslensku fyrir fullorðna útlendinga. Fyrir þessu hafa verið færð bæði almenn málpólitísk rök (varðveisla íslenskunnar, íslenska er samskiptamál landsmanna) og ly?ðræðis- og hagkvæmnisrök (íslenska er lykill að samfélaginu, auðveldara er fyrir innflytjendur að þekkja réttindi sín ef þeir skilja þjóðtunguna, innflytjendum vegnar betur á vinnumarkaði ef þeir hafa vald á íslensku) og var vísað til þeirra þegar íslenskupróf í tengslum við umsóknir um ríkisborgararétt voru lögfest. Rúmlega 800 manns þreyttu slík íslenskupróf árin 2009–2010. Um 94% próftaka stóðust prófin. Þyngdarstig prófanna samsvarar því sem næst eða liðlega þrepinu A-1, þ.e. lægsta þrepinu, í Viðmiðunarramma Evrópuráðsins fyrir erlend tungumál (CEFR).

Lykilorð: innflytjendur, útlendingar, ríkisborgararéttur, íslenskupróf, málstefna

 

Niðurhal

Útgefið

2014-11-20

Tölublað

Kafli

Þemagreinar