Ys og þys út af Shakespeare.

Höfundar

  • Magnús Fjalldal

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um heiftarlega ritdeilu milli þeirra Eiríks Magnússonar og Matthíasar Jochumssonar sem kom til vegna þy?ðingar hins síðarnefnda á Óthelló eftir William Shakespeare. Á árunum um og fyrir 1880 voru leikrit Shakespeares mjög vinsæl meðal íslenskra þy?ðenda, og á þessum tíma litu hvorki meira né minna en sex þeirra dagsins ljós í íslenskri þy?ðingu. Þeir Steingrím-ur Thorsteinsson og Eiríkur Magnússon þy?ddu hvor í sínu lagi Lear konung 1874 og Storminn 1885, en Matthías Jochumsson Macbeth 1874, Hamlet 1878, Óthelló 1882 og Rómeó og Júlíu, (sem Matthías lauk við 1881, en kom ekki út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi fyrr en 1887). Af þessum leikritum olli Óthelló-þy?ðing Matthíasar mestu fjaðrafoki, og átti það sér upphaf í afar rætnum ritdómi sem Eiríkur Magnússon skrifaði um hana 1883 og lauk í raun ekki fyrr en þremur árum síðar þegar Eiríkur varð fyrir svipaðri árás vegna þy?ðingar sinnar á Storminum. Ýmsir aðrir en þeir Eiríkur og Matthí-as drógust inn í þessa deilu þeirra tveggja sem lauk með sigri Matthíasar, þótt hann færi halloka fyrir Eiríki framan af. Lykilorð: Eiríkur Magnússon, Matthías Jochumsson, Shakespeare-þy?ðingar, ritdómar, ritdeilur

Niðurhal

Útgefið

2015-01-16

Tölublað

Kafli

Þemagreinar