Árstíðasögur, fjarlæg sögusvið: framandi landslag í The Christmas Books og Stories (1843–1867)
Lykilorð:
synir Charles Dickens, Sepoy-uppreisnin, Krím¬stríð¬ið, jólabækur, jólasögurÚtdráttur
Nútímalesendur enskra bókmennta hneigjast til að líta á einn mikinn rithöfund sem fulltrúa heimsborgarinnar Lundúna: Charles Dickens. Frá árinu 1840 fékk Dickens hins vegar æ meiri áhuga á útlöndum og sögustöðum fjarri Lundúnum: fyrst þegar hann ferðaðist til Bandaríkjanna og Ítalíu og síðar þegar synir hans komust til þroska og gátu lagt Stóra-Bretlandi lið í málefnum heimsveldisins. Upphafið var Jólabækurnar (1843–48) og þróunin hélt áfram með síðari bókum sem eru þekktar undir nafninu Jólasögur; í sögum sínum nýtti Dickens sér stundum bakgrunn sem tengdist hvorki borgum né Englandi sérstaklega í því skyni að ljá sögusviðinu yfirbragð hins ókunna og jafnvel framandlega. Þetta kom m.a. fram í samstarfi hans við Wilkie Collins, The Perils of Certain English Prisoners (Household Words, 1857) og No Thoroughfare (All the Year Round, 1867). Kannski endurspegla þessir erlendu sögustaðir frá árinu 1857 og síðar þær áhyggjur sem Charles Dickens hafði af sínum eigin fimm „sonum heimsveldisins“ – Walter, Francis, Alfred, Sydney og Edward (tveir þeirra létust í herþjónustu á Indlandi, enn á þrítugsaldri). Þar að auki skóku ytri pólitískir, félagslegir og hernaðarlegir atburðir um miðja 19. öld trú Englendinga á eigin getu til að stjórna víðáttumiklu heimsveldi og hafa betur í samkeppninni við önnur voldug Evrópuríki, t.d. Krímstríðið og Sepoy-uppreisnin; þetta endurspeglast í „jólasögunum“ sem ritaðar voru fyrir mjög breiðan lesendahóp, fólk sem las Household Words og All the Year Round. Í myndskreyttum útgáfum (sem að sjálfsögðu endurspegla ekki endilega upphaflegar fyrirætlanir höfundar) var síðar lögð áhersla á sögusvið í fjarlægum löndum; ýmist bæta þær við söguefni Dickens eða ðlaga jólasöguformið að þörfum lesenda á síðasta þriðjungi nítjándu aldar í Englandi og Ameríku.
Lykilorð: synir Charles Dickens, Sepoy-uppreisnin, Krímstríðið, jólabækur, jólasögur