Vísindalæsi íslenskra unglinga: Þróun árangurs í PISA skoðuð í ljósi áherslna núverandi kjarnanámsefnis
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2025.34.6Lykilorð:
náttúruvísindanám, vísindalæsi, PISA, grunnskóli, unglingastig, námsefniÚtdráttur
Vísindalæsi íslenskra unglinga hefur verið á verulegri niðurleið samkvæmt niðurstöðum PISA á tímabilinu 2009–2022. Markmið rannsóknarinnar var að rýna í þróun árangurs íslenskra unglinga í einstaka hæfniþáttum í náttúruvísindahluta PISA 2009–2022 og að meta að hvaða marki kjarnanámsefni í náttúruvísindum á unglingastigi getur stutt þá hæfniþætti. Verkefni í núverandi kjarnanámsefni í náttúruvísindum fyrir unglingastig voru metin út frá kenningaramma PISA 2015–2022. Þróun árangurs var marktækt neikvæð í um helmingi verkefnanna. Árangur reyndist svipaður í öllum færniflokkum en mestur breytileiki var í færninni í að útskýra á vísindalegan hátt. Innan þekkingarflokka reyndist mesta þekkingin vera á vísindalegum aðferðum meðal unglinganna en minnsta á eðli vísindalegrar þekkingar; þekking á inntaki vísindanna var breytilegust. Af greinasviðunum komu jarð- og geimvísindi slakast út. Námsefnið virðist ekki styðja tiltekna mikilvæga færni og þekkingu sem PISA kannar. Nauðsynlegt er að bæta námsefni um eðli og aðferðir náttúruvísinda svo markvissar megi efla vísindalæsi.
##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Edda Elísabet Magnúsdóttir, Haukur Arason

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License.