Fjölskyldumiðuð þjónusta innan og utan leikskólans

Staða, viðhorf og reynsla fagfólks í flóknu starfsumhverfi

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.18

Lykilorð:

fötluð börn, fjölskyldumiðuð þjónusta, leikskóli, tilviksrannsókn, starfs- og þjónustuþróun, CHAT

Útdráttur

Rannsóknin sem hér er kynnt er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem fólst í eigindlegum tilviksrannsóknum í þremur ólíkum sveitarfélögum. Aðalmarkmiðið var að kanna samspil milli opinberra þjónustumarkmiða um þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna og framkvæmdar þjónustunnar. Í fyrri hluta verkefnisins var lögð áhersla á reynslu foreldra af þjónustukerfinu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós almenna ánægju með leikskólann en þjónustufyrirkomulagið utan hans var gagnrýnt. Þessi grein fjallar um síðari hluta rannsóknarverkefnisins sem hafði það að markmiði að varpa ljósi á störf og starfsaðstæður fagfólks utan leikskólans í ljósi hugmyndafræðilegra breytinga undanfarinna ára. Helstu niðurstöður benda til þess að þjónustufyrirkomulagið sé sundurlaust og einstaklingsmiðað, þrátt fyrir fjölskyldumiðaða sýn í opinberri stefnumörkun í áratugi. Þá einkennast störf og starfsaðstæður fagfólks utan leikskólans af læknisfræðilegum áherslum og kerfislægum ósveigjanleika. Í greinarlok eru kynntar hugmyndir að starfs- og þjónustuþróun í anda opinberra stefnumarkmiða með verkfærum byggðum á menningarsögulegri starfsemiskenningu (CHAT)

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biography)

  • Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir (jonaingo@hi.is) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að þjónustu við fjölskyldur ungra fatlaðra barna og þjónustuþróun á því sviði. Þá hefur hún stundað rannsóknir á störfum og starfsvettvangi þroskaþjálfa. Jóna lauk prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1980, diplómu í sérkennslufræðum 1993 og meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands 1998. Þá lauk hún doktorsprófi í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2023. Fyrir utan háskólakennslu starfaði Jóna lengi sem þroskaþjálfi, sérkennari og ráðgjafi innan skólakerfisins og í klínísku starfi með ungum fötluðum börnum og fjölskyldum á Ráðgjafar- og greiningarstöð í meira en áratug.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-31