Úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.8

Lykilorð:

menntun fyrir alla, fjármögnun grunnskóla, skólaþróun, lærdómssamfélag

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á núverandi úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla með það í huga að skoða hvaða breytinga er þörf til að fjármögnun styðji starfshætti sem einkenna hugmyndafræði og stefnu um menntun fyrir alla. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á gögnum úr samstarfsverkefni þrettán sveitarfélaga um fjármögnun menntunar fyrir alla í grunnskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að allt bendir til þess að úthlutun og ráðstöfun fjármagns til skóla sé sambærileg milli sveitarfélaganna þrettán sem tóku þátt í verkefninu. Töldu þátttakendur að fjármögnun grunnskóla byggðist á úreltum aðferðum, svo sem áherslu á flokkun og greiningu nemenda, sem þörf sé á að endurskoða með það að markmiði að auka sjálfræði skólastjórnenda í ráðstöfun fjármuna svo að þeir geti stutt skólana betur sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi. Þannig geti fjármögnun stutt breytingar á skólamenningu, kennsluháttum og skipulagi stuðnings innan skóla.

Um höfund (biographies)

Edda Óskarsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Edda Óskarsdóttir (eddao@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í sérkennslu frá Háskólanum í Oregon 1993 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2017. Hún hefur 20 ára starfsreynslu við grunnskóla sem kennari, sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu. Enn fremur hefur hún starfað sem rannsakandi hjá Evrópumiðstöð skóla án aðgreiningar og sérkennslu. Rannsóknarsvið hennar er einkum skóli án aðgreiningar og í tengslum við það kennaramenntun, starfsþróun kennara ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs sem stuðlar að menntun fyrir alla.

Anna Magnea Hreinsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Anna Magnea Hreinsdóttir (amh@hi.is) lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola í Svíþjóð árið 1980, B.Ed.-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands með áherslu á lýðræðislegt umræðumat á skólastarfi. Hún vann sem leikskólastjóri og leikskólafulltrúi á árunum 1991–2015 og var sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar á árunum 2015–2020. Nú starfar hún sem aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2023-01-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar