Um pilta og stúlkur í íslenska menntakerfinu
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.11Lykilorð:
kynjamunur, námsárangur, viðhorf, menntakerfiÚtdráttur
Þessi grein lýsir stöðu nemenda eftir kyni innan íslenska menntakerfisins og frammistaða kynjanna er borin saman. Spurt er hvort markverður munur sé á frammistöðu drengja og stúlkna. Í ljós kemur að í grunnskóla standa stúlkur drengjum að meðaltali framar á samræmdum prófum í íslensku og drengir eru í miklum meirihluta þeirra tíu prósenta sem standa sig illa. Kynjamunurinn er mikill í alþjóðlegum samanburði. Í framhaldsskólum er brottfall drengja um 50% meira en stúlkna, bæði í bóknámi og starfsnámi, en endurkoma beggja kynja er sem betur fer talsverð. Stúlkur eru í meirihluta meðal stúdenta og um 2/3 þeirra sem ljúka háskólanámi. Þær eru í miklum meirihluta á sviði hugvísinda, heilbrigðisvísinda og á flestum sviðum félagsvísinda. Drengir eru í meirihluta í greinum verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði, sagnfræði og heimspeki. Konur eru að meðaltali með hærri einkunn á fyrsta ári í Háskóla Íslands, sem skýrist einkum af lægri brottfallstíðni.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##
Niðurhal
Útgefið
2022-01-07
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License.