„Maður er bara sinn eigin skapari“: Staðbundin starfstengd sjálfsmynd íslenskra ungmenna í hnattvæddum heimi

Höfundar

  • Soffía Valdimarsdóttir Háskóli Íslands
  • Sif Einarsdóttir
  • Hrafnhildur V. Kjartansdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2018.27.5

Lykilorð:

íslensk ungmenni, starfstengd sjálfsmynd, sjálfssaga, hnattræn heimssýn, staðbundin vinnuviðhorf

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra ungmenna af mótun eigin náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi í því skyni að öðlast innsýn í starfstengda sjálfsmynd þeirra. Frásagnarnálgun McAdams (2015) var beitt þegar tekin voru viðtöl við sex 22 ára ungmenni. Niðurstöður sýna að marg- og síbreytileiki vinnumarkaðar, minna starfsöryggi og hverfult efnahagsástand veldur þátttakendum óvissu og óöryggi sem flækir starfsferilsþróun þeirra. Heimssýn þeirra er hnattræn en staðbundin menning er þó ríkjandi í starfstengdri sjálfssögu þeirra. Sagan byggist á hefðbundnum gildum fjölskyldu og nærsamfélags sem birtast í frásögnum af eigin vinnusemi, stundvísi, samskiptahæfni og mikilvægi tengslanets. Niðurstöðunum er ætlað að auka skilning á starfstengdri sjálfsmynd ungs fólks og áskorunum við mótun náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi.

Um höfund (biographies)

Soffía Valdimarsdóttir, Háskóli Íslands

Soffía Valdimarsdóttir er aðjunkt í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.A.-prófi í þjóðfræði og M.A.-gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Fræðilegur áhugi Soffíu er þverfaglegur og snýr helst að því hvernig einstaklingar og hópar finna sér stað og gera sig gildandi á eigin forsendum í samfélögum og aðstæðum.

Sif Einarsdóttir

Sif Einarsdóttir er prófessor við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Hún er með doktorsgráðu í ráðgefandi sálfræði frá University of Illinois, Champaign – Urbana. Sif hefur stundað rannsóknir á starfsáhuga fyrst og fremst, sálfræðilegu mati og einnig á náms- og starfsferli ólíkra samfélagshópa.

Hrafnhildur V. Kjartansdóttir

Hrafnhildur V. Kjartansdóttir er náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1994 og M.A.-gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2010. Fræðilegur áhugi hennar snýr einkum að brotthvarfi úr námi og menntun fullorðinna.

Niðurhal

Útgefið

2018-06-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar