Um Matéo Maximoff

Höfundar

  • Ásdís R. Magnúsdóttir

Útdráttur

Matéo Maximoff er einn þekktasti höfundur Rómafólks af sinni kynslóð.1 Hann fæddist á Spáni árið 1917 en fór með fjölskyldu sinni til Belgíu og síðan til Frakklands þar sem hann settist að í nágrenni Parísar. Fjórtán ára gamall varð hann munaðarlaus og þurfti að sjá fyrir systkinum sínum, m.a. með því að gera við og þvo potta og pönnur. Hann var í fangabúðum fyrir flökkufólk í Frakklandi um nær þriggja ára skeið og barðist lengi fyrir opinberri viðurkenningu á þjóðarmorði á Rómafólki í síðari heimsstyrjöld. Fyrstu skáldsögu sína skrifaði hann í fangelsi en hún kom út árið 1946. Maximoff rak kaffihús og vann með ýmsum þekktum ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum um árabil. Hann ferðaðist og tók mikið af ljósmyndum af Rómafólki víða um lönd og gaf þær út í bókinni Les Gens du voyage (Flökkufólk) árið 1995.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-01

Tölublað

Kafli

Þýðingar