Tileinkun frumlagsfalls í íslensku sem öðru máli

Höfundar

  • María Anna Garðarsdóttir
  • Kristof Baten
  • Matthew Whelpton

Lykilorð:

Máltileinkun, úrvinnslukenningin, fallmörkun, úthlutun stöðufalls, úthlutun hlutverkslegs fall

Útdráttur

Í greininni eru lagðar fram tvær tilgátur byggðar á úrvinnslukenningunni. Önnur spáir fyrir um þróun frumlagsfalls í íslensku sem öðru máli, hin spáir því að frumlagsfall þróist áður en fallinu er gefið hlutverkslegt gildi. Lögð er fram tilgáta um þróun frumlagsfalls í hlutlausri orðaröð í íslensku sem öðru máli á grunni tilgátunnar um orðasafnsvörpun úr úrvinnslukenningunni. Í tilgátunni er því spáð að orðasafnsfall þróist í fyrsta sæti hlutlausrar orðaraðar í þessari röð: nefnifall ? þágufall ? þolfall. Í greininni er litið á varpanir á milli þriggja setningastiga, þ.e. á milli rökliðagerðar og hlutverkagerðar annars vegar og hins vegar liðgerðar og hlutverkagerðar. Nauðsynlegt er að setja þessar tvær varpanir í samhengi og skýra hvernig orðasafnsfallið öðlast hlutverkslegt gildi eins og formgerðarfallið með því að tengja það vörpuninni milli liðgerðar og hlutverkagerðar. Lögð verður fram tilgátan um snertiflöt merkingarlegs stöðufalls og hlutverkslegs falls, sem tengir saman þróun þessara tveggja varpana. Tilgátan spáir því að merkingarlegt stöðufall þróist í hlutlausri orðaröð áður en fallið fær hlutverkslegt gildi. Í setningum sem víkja frá hlutlausri orðaröð verður að gefa merkingarlegu stöðufalli hlutverkslegt gildi til að nafnliðurinn haldi falli sínu.

Lykilorð: Máltileinkun, úrvinnslukenningin, fallmörkun, úthlutun stöðufalls, úthlutun hlutverkslegs fall

Niðurhal

Útgefið

2018-11-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar