Fæðingarferli í sjálfsprottnum leik nokkurra stelpna

„Við verðum að ná í sjúkrabílinn! Ein stelpan er að fæða lítið barn!“

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.1

Útdráttur

Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig börn túlka og endurskapa reynslu sína og þekkingu í sjálfsprottnum leik. Um er að ræða tilviksrannsókn sem fór fram í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknargögn voru myndbandsskráning. Leitast er við að skilja og túlka leikheim fimm fimm ára stelpna, með áherslu á kyngervi, túlkandi endursköpun, félagslega framsetningu og sameiginlegan spuna stelpnanna í leiknum. Lítið hefur verið rannsakað hvernig ung börn túlka kyngervi og endurskapa slíka þekkingu í leik og hvernig félagsleg framsetning þeirra er þar, líkt og gert er í þessari rannsókn. Niðurstöður sýna yfirgripsmikla þekkingu stelpnanna á viðfangsefninu. Þannig beittu þær mismunandi félagslegri framsetningu í leiknum, svo sem að stjórna á opinn hátt, að stjórna bak við tjöldin og beita fylgjandi framsetningu, og einnig mátti greina áherslur á kvenlæga og karllæga þætti eftir því hvaða hlutverk þær léku

Um höfund (biography)

Guðrún Alda Harðardóttir

Guðrún Alda Harðardóttir (gudrunalda@sigalda.is) lauk doktorsprófi 2014 frá Háskóla Íslands og M.Ed.-prófi 1998, leikskólakennaranámi 1985 og námi í fræðslustjórnun 1992. Guðrún Alda hefur starfað sem leikskólastjóri, leikskólaráðgjafi, pedagógista, formaður Félags leikskólakennara og dósent við Háskólann á Akureyri. Hún hefur setið í opinberum nefndum í Svíþjóð, Noregi og á vegum menntamálaráðuneytisins. Guðrún Alda rak leikskólann Aðalþing árin 2009–2022. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um leikskólastarf, námstækifæri barna, valdeflingu barna, kyngervi barna og leikskólastarf í anda Reggio Emilia

Niðurhal

Útgefið

2024-10-30

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar