Óvissa um leiðsagnargildi gagna? Notkun gagna við mótun menntastefnu og skólastarfs

Höfundar

  • Jón Torfi Jónasson

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.8

Lykilorð:

gögn, markmið menntunar, menntastefna, leiðsagnarmat, endurgjöf

Útdráttur

Greinin fjallar annars vegar um þá miklu áherslu sem lögð er á notkun gagna í skólastarfi og hins vegar um það að þau gefi litla leiðsögn í mikilvægum efnum. Umfang og margbreytileiki gagna vex hratt og margir ólíkir heimar gagna sem tengjast menntun eru í þróun. Ljóst er að trúin á nytsemi gagna er sterk bæði hjá alþjóðastofnunum og öðrum sem stýra menntun, enda eru þau oft ómissandi. Lykilspurningin er tvíþætt: Að hvaða marki leiðbeina gögn um setningu markmiða í menntun og um hvað skuli gert í menntakerfum eða í skólastofum? Rök eru færð fyrir því að þótt þau séu nytsamleg dugi þau furðu skammt í þessum tilvikum. Sama á við um rannsóknir sem gegna samt lykilhlutverki í þróun skilnings og hugmynda. Umfjöllun um markmið menntunar ætti að vega þungt í menntun fagfólks og í umræðu um menntun og nauðsynlegt er að hafa hugfast að áhersla á gögn kann að jaðarsetja umræðu um markmið.

Um höfund (biography)

Jón Torfi Jónasson

Jón Torfi Jónasson (jtj@hi.is) er fyrrverandi prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi árið 1980 frá Reading-háskóla á Englandi með sérsvið í hugfræði. Hann hefur skrifað um ólíkar hliðar á starfi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla og fullorðinsfræðslu og hefur fjallað um hvernig skólastarf ætti að taka mið af breyttri framtíð. Sjá http://uni.hi.is/jtj/en/

Niðurhal

Útgefið

2020-01-28

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar