Að ganga inn í veröld annarra er ögrun: Leiðir að hugmyndum kennara um starf sitt
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.6Lykilorð:
kennararannsóknir, lífssögurannsóknir, þróun starfskenningarÚtdráttur
Á síðari hluta 20. aldar komu fram kenningar og aðferðir í kennararannsóknum sem endurspegluðu nýja hugmyndafræði sem ætlað var að dýpka skilning á kennarastarfinu. Samkvæmt þessum kenningum er mikilvægt að öðlast dýpri skilning á hugmyndum kennaranna sjálfra og gefa þeim rödd til að efla þá í starfi og þróa skilvirka símenntun. Laða þarf fram hugmyndir kennarans um starfið og gildin sem að baki liggja. Samkvæmt þessari rannsóknarhefð er ekki rætt um rannsóknir á kennurum heldur rannsóknir í samvinnu við kennara. Markmið greinarinnar er að vekja athygli á slíkum aðferðum. Í því skyni eru gefin dæmi um leiðir sem reynst hafa vel til að fá fram hugmyndir kennara og viðhorf til starfsins (starfskenningu). Lífssaga kennara er talin góð leið til að komast að kjarna starfskenningar hans. Tekið verður dæmi af lífssögu eins kennara og saga hans rakin. Siðferðileg álitamál í tengslum við slíkar aðferðir verða einnig rædd.Niðurhal
Útgefið
2020-01-28
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar