„Konur eru með breiðari faðm“: Kynjuð sýn skólastjóra á grunnskólakennarastarfið
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.3Lykilorð:
kyngervi, kvenvæðing, kennarastarfiðÚtdráttur
Töluvert hefur verið fjallað um kvenvæðingu kennarastarfsins og hvort hún skipti máli fyrir starfsemi skóla. Þetta vakti áhuga okkar á sýn skólastjórnenda á kyngervi og því hvernig þeir telja að það móti hlutverk, starfsumhverfi og væntingar til kennara. Fræðilegt sjónarhorn þessarar rannsóknar er feminískur póststrúktúralismi en gögnin sem voru þemagreind samanstanda af átta hálfopnum viðtölum við grunnskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður benda til þess að þó að skólastjórar líti svo á að kyngervi sé félagslega mótað lýsi þeir kvenkennurum út frá hefðbundnum kvenleikahugmyndum sem samviskusömum, skipulögðum og umhyggjusömum starfsmönnum og að það leiði til aukins álags á þær. Karlkennarar þykja kærulausari en betri í að halda uppi aga. Viðmælendur telja að kennarastarfið sem kvennastarf sé lítils metið, og það birtist í lágum launum en einnig því að starfið, sem öðrum þræði er skilgreint sem kvenlegt uppeldisstarf, sé ekki „í tísku“. Niðurstöður vekja áleitnar spurningar um það hvernig kynjaðar hugmyndir viðhalda valdaskipan þar sem kennarastarfið og konur sem sinna því eru undirskipaðar körlum. Við teljum að til að efla kennarastarfið og auka nýliðun þurfi að takast á við það kynjaða hugmyndakerfi sem starfið er skilgreint út frá.Niðurhal
Útgefið
2020-01-06
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar