„Ég kom að gjörsamlega auðu borði“: Saga náms- og starfsráðgjafar á Íslandi frá árdögum til aldamóta
Lykilorð:
saga náms- og starfsráðgjafar, náms- og starfsráðgjöf, náms- og starfsfræðslaÚtdráttur
Í greininni er rakin saga náms- og starfsráðgjafar á Íslandi frá upphafi á sjötta áratug síðustu aldar og fram að aldamótunum 2000. Sérstök áhersla er lögð á að segja frá frumkvöðlum náms- og starfsráðgjafar og frá athöfnum stjórnvalda. Þetta var skrykkjótt ferli, til dæmis hófst lagasetning um náms- og starfsráðgjöf á framhaldsskólastigi árið 1970 en ekki fyrr en árið 1991 á grunnskólastigi. Af stjórnvaldsathöfnum má þó ráða að þörfin fyrir þessa þjónustu hafi farið vaxandi allt þetta tímabil og í lögum, reglugerðartextum, námskrám og ráðuneytisskýrslum voru sett fram skilgreind markmið náms- og starfsráðgjafar á hverjum tíma, sem falla að hugmyndum um velferð þegnanna í námi og starfi. Í greininni kemur fram að viðvarandi verkfæraskortur var í faginu, til dæmis vantaði heildstætt upplýsingakerfi um nám og störf og færni- og áhugakannanir. Með tilkomu náms í námsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 1990 skapaðist grunnur að faglegri og almennri þjónustu í náms- og starfsráðgjöf.Niðurhal
Útgefið
2016-06-14
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar