Mismunandi gengi nemenda í PISA 2012 í stærðfræði eftir stærð skóla: Hefur menntun og starfsreynsla kennara áhrif?

Höfundar

  • Freyja Hreinsdóttir University of Iceland
  • Kristín Bjarnadóttir Háskóli Íslands

Lykilorð:

PISA 2012 rannsókn, stærðfræðilæsi, menntun kennara, starfsreynsla kennara, starfshlutfall kennara, námsefni í stærðfræði

Útdráttur

Athugun á niðurstöðum í stærðfræði í PISA-rannsókninni 2003 sýndi að árangur nemenda í tveimur stærstu skólunum var marktækt betri en í minni skólum. Sérstaklega var árangurinn slakur í skólum með 11–25 þátttakendur. Athugun á árangri í dönskum skólum í sömu PISA-rannsókn sýndi einnig betra gengi í stórum skólum en litlum. Þegar niðurstöður PISA 2012 á Íslandi voru komnar fram var Námsmatsstofnun beðin að flokka skólana í fjóra flokka eftir fjölda þátttakenda í PISA-rannsókninni. Árangur í flokki stærstu skólanna reyndist marktækt betri en í minni skólum. Til að grafast fyrir um hugsanlegar ástæður þessa var gerð könnun meðal stærðfræðikennara valinna skóla. Kennarar voru spurðir um menntun þeirra, starfshlutfall við stærðfræðikennslu, reynslu af stærðfræðikennslu á unglingastigi og námsefni í stærðfræði. Niðurstöður benda til þess að hátt starfshlutfall við stærðfræðikennslu, löng starfsreynsla og sér í lagi samfella í kennslu, það er reynsla kennara af að kenna sama hópi og sama námsefni yfir lengra tímabil en eitt skólaár, stuðli að góðum árangri nemenda.

Um höfund (biographies)

Freyja Hreinsdóttir, University of Iceland

Freyja Hreinsdóttir (freyjah@hi.is) er dósent í stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1986, MS-prófi í stærðfræði frá Northwestern University 1988 og Fil.dr.-gráðu í stærðfræði frá Stokkhólmsháskóla 1997. Rannsóknaráherslur hennar eru einkum víxlin algebra og notkun upplýsingatækni við stærðfræðinám og kennslu.

Kristín Bjarnadóttir, Háskóli Íslands

Kristín Bjarnadóttir (krisbj@hi.is) er prófessor emerítus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.A.-prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá Háskóla Íslands 1968, M.Sc.-námi í stærðfræði frá Oregonháskóla í Eugene 1983 og Ph.D.-gráðu í stærðfræðimenntun frá Háskólanum í Hróarskeldu 2006. Rannsóknaráherslur hennar varða stærðfræðikennslu á unglinga- og framhaldsstigi og sögu hennar.

Niðurhal

Útgefið

2016-06-14

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar