Afburðanemendur: Skuldbinding til náms og skóla, tómstundaiðkun og þörf fyrir námsráðgjöf
Lykilorð:
afburðanemendur, skuldbinding til náms og skóla, náms- og starfsráðgjöf, framhaldsskóliÚtdráttur
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort nemendur sem næðu afburðaárangri í námi væru ólíkir öðrum nemendum framhaldsskóla með tilliti til skuldbindingar til náms og skóla, þarfar fyrir námsráðgjöf og tómstundaiðkunar. Spurningalisti var lagður fyrir 2.504 nemendur á 17. til 20. aldursári í öllum framhaldsskólum landsins árið 2007. Nemendur sem náðu afburðaárangri reyndust hafa meiri metnað í námi en aðrir nemendur og tóku virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi. Jafnframt kom fram að þeir og þeir sem náðu góðum árangri samsömuðu sig betur skóla en aðrir nemendahópar og voru virkari félagslega í skóla en sæmilegir eða slakir nemendur. Nemendur sem náðu afburðaárangri töldu ekki síður en aðrir að þeir þyrftu ráðgjöf um námsval og fjórðungur þeirra taldi sig þurfa ráðgjöf um vinnubrögð í námi. Niðurstöður raðbreytuaðhvarfsgreiningar sýna að mikill metnaður og samsömun við skóla voru þeir þættir sem greindu þessa nemendur mest frá öðrum nemendahópum. Auk þess átti hærra hlutfall þeirra háskólamenntaða foreldra.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##
Niðurhal
Útgefið
2016-06-14
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi

Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License.