Afburðanemendur: Skuldbinding til náms og skóla, tómstundaiðkun og þörf fyrir námsráðgjöf
Lykilorð:
afburðanemendur, skuldbinding til náms og skóla, náms- og starfsráðgjöf, framhaldsskóliÚtdráttur
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort nemendur sem næðu afburðaárangri í námi væru ólíkir öðrum nemendum framhaldsskóla með tilliti til skuldbindingar til náms og skóla, þarfar fyrir námsráðgjöf og tómstundaiðkunar. Spurningalisti var lagður fyrir 2.504 nemendur á 17. til 20. aldursári í öllum framhaldsskólum landsins árið 2007. Nemendur sem náðu afburðaárangri reyndust hafa meiri metnað í námi en aðrir nemendur og tóku virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi. Jafnframt kom fram að þeir og þeir sem náðu góðum árangri samsömuðu sig betur skóla en aðrir nemendahópar og voru virkari félagslega í skóla en sæmilegir eða slakir nemendur. Nemendur sem náðu afburðaárangri töldu ekki síður en aðrir að þeir þyrftu ráðgjöf um námsval og fjórðungur þeirra taldi sig þurfa ráðgjöf um vinnubrögð í námi. Niðurstöður raðbreytuaðhvarfsgreiningar sýna að mikill metnaður og samsömun við skóla voru þeir þættir sem greindu þessa nemendur mest frá öðrum nemendahópum. Auk þess átti hærra hlutfall þeirra háskólamenntaða foreldra.Niðurhal
Útgefið
2016-06-14
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar