Kerfislæg tregða gegn breytingum í menntun: Tilvik um mannréttindanám á Íslandi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2022.18Lykilorð:
mannréttindamenntun, framhaldsskóli, endurskoðun námskrár, tregða í skólakerfi, kennaramenntunÚtdráttur
Þrátt fyrir að mannréttindi séu einn af grunnþáttunum í aðalnámskrá á öllum skólastigum á Íslandi virðist menntakerfið tregðast við að innleiða nýjar áherslur í námi. Þetta er ekki aðeins áhyggjuefni heldur jafnvel siðlaust í ljósi þeirra mannlegu og vistfræðilegu áskorana sem einkenna nútíma samfélög. Jón Torfi Jónasson er á þeirri skoðun að menntakerfi taki ekki breytingum nema að fyrir hendi sé skilningur, og jafnvel virðing, fyrir þeim þáttum sem hindra umbætur. Í greininni er stuðst við gögn úr umfangsmeiri frásagnarrannsókn á mannréttindamenntun til að draga upp mynd af reynslu framhaldsskólakennara af kerfislægum hindrunum gagnvart mannréttindum á Íslandi. Þemagreining leiðir í ljós kerfislæga tregðu sem veldur því að kennarar vinna einir og reiða sig á dulda þekkingu á mannréttindum í skólaumhverfinu. Að þekkingin sé dulin styður við ríkjandi starfshætti sem eru mótdrægir nýju efni og hugmyndum. Að lokum er rætt um afleiðingar þess að stofnanalega ábyrgð á mannréttindum skortir sem vekur upp álitamál hvað varðar kennaramenntun og mannréttindanám, jafnt á Íslandi sem á alþjóðavettvangi.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##