Dygðirnar í Laxdæla sögu: Efniviður fyrir mannkostamenntun

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.23

Lykilorð:

Laxdæla saga, dygðir, mannkostamenntun, bókmenntakennsla, Íslendingasögur, siðferði

Útdráttur

Bókmenntakennsla í anda mannkostamenntunar byggist mjög á því að fjalla um dygðirnar í textanum. Þegar tilraun var gerð með að kenna Laxdæla sögu með þessu móti þurfti að taka saman dygðirnar í sögunni. Í þessari grein er að finna ítarlega greiningu á dygðum í Laxdælu. Beitt var tveimur aðferðum við að leita að dygðunum. Fyrri aðferðin fólst í að skoða þau dygðaorð sem koma fyrir í sögunni. Þannig má fá nokkuð heilsteypta mynd af þeim dygðum sem höfundur Laxdælu nefnir sjálfur. Til að fá breiðari mynd af dygðunum í sögunni og jafnframt dýpri mynd af þeim aðstæðum þar sem dygðir koma fyrir var beitt annarri aðferð. Þar var notaður listi yfir dygðir frá Jubilee-miðstöðinni á Englandi og skoðað hvað af þeim mætti finna í sögunni. Í báðum tilfellum voru sams konar dæmi tekin saman til að gefa sem besta mynd af notkun orða og tilvist dygða í Laxdælu. Greiningin er rökstuðningur fyrir tilvist dygða í sögunni, getur nýst þeim sem vilja kenna Laxdælu út frá dygðum og loks varpar hún fræðilegu ljósi á þær dygðir sem finna má í sögunni.

Um höfund (biography)

Róbert Jack

Róbert Jack (robjack@hi.is) er nýdoktor og aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. birt skrif um mannlegan þroska, heimspekilega samræðu og þjónandi forystu.

Niðurhal

Útgefið

2018-02-04