Áhugi og nýting á námsefninu Vinir Zippýs í grunnskólum á Íslandi

Höfundar

  • Sigrún Daníelsdóttir

Útdráttur

Vinir Zippýs er lífsleikninámsefni fyrir 5–7 ára börn sem miðar að því að efla bjargráð ungra barna og hæfni þeirra til að takast á við erfiðleika í lífinu. Námsefnið hefur verið kennt í leik og grunnskólum hér á landi síðan árið 2007. Vorið 2012 stóð Embætti landlæknis fyrir nafnlausri netkönnun á meðal starfsfólks grunnskóla til að kanna núverandi stöðu og nýtingu á námsefninu hér á landi. Nánast allir svarendur höfðu heyrt um Vini Zippýs og meirihluti greindi frá því að kennarar við skóla þeirra hefðu sótt námskeið í kennslu námsefnisins. Flestir sem höfðu reynslu af kennslu efnisins greindu frá ánægju með það og töldu efnið hafa haft jákvæð áhrif á skólastarfið, meðal annars í þá veru að samskipti milli nemenda væru betri, að börnin ættu auðveldara með að tjá sig og þau sýndu meiri velvild og samkennd. Einnig komu fram frá kennurum ábendingar um hvernig hægt væri að bæta námsefnið. Þessar niðurstöður sýna að góð reynsla er komin á kennslu námsefnisins Vinir Zippýs í grunnskólum landsins og þeir sem hafa reynslu af kennslu þess greina frá mikilvægum ávinningi fyrir börn. Vert er að hvetja kennara í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla til þess að kynna sér þetta námsefni og íhuga að bjóða það sem hluta af þeirri lífsleikni og geðrækt sem stendur ungum börnum til boða í skólakerfinu.

Um höfund (biography)

Sigrún Daníelsdóttir

Sigrún Daníelsdóttir (sigrun@landlaeknir.is) er verkefnisstjóri geðræktar við Embætti landlæknis.

Niðurhal

Útgefið

2016-12-04

Tölublað

Kafli

Ritstýrðar greinar