Textaraðirnar og kirkjuárið í sögulegu ljósi

Höfundar

  • Sigurjón Árni Eyjólfsson Háskóli Íslands

Útdráttur

Í þessari ritgerð er sýnt hvernig textaraðir fornkirkjunnar þróuðust samhliða helgiritasafni kristninnar. Áberandi er í þessari þróun að þeir textar sem lenda inni í lestrunum þurfa að fullnægja tilteknum skilyrðum og er þar helst að nefna að þeir verða að vera margræðir og opnir fyrir túlkunum. Í mótun kirkjuársins reyndist ekki mögulegt að viðhalda samfelldum línulegum lestri, heldur þurfti að tengja saman texta til þess að þeir mynduðu eina heild. Í sögu kirkjunnar þróuðust tvær hefðir, að lesa texta textaraðarinnar á sunnudögum og leggja út af honum, en samfelldur lestur á öðrum textum utan raðarinnar var bundinn við aðra daga vikunnar. Í kjölfar siðbótarinnar klofnar þessi hefð. Í lútherskum kirkjum er stuðst við textaröð fornkirkjunnar en í kalvínskri og Zwingli-kirkjunni er stuðst við lectio continua eða valda texta. Þegar saga fyrstu textaraðarinnar á Íslandi er skoðuð liggur nærri að fullyrða að hún hafi verið mótandi allt frá kristnitöku og að hún sé rauði þráðurinn í sögu kristni og þjóðar.

Abstract

The topic of this thesis is to show how the texts of the pericopae of the ancient church evolved in conjunction with collection of Christian sacred writings. It is noticeable in that the texts which became part of the pericope had to meet certain criteria, for example to be multifac-eted and open to interpretation. In the formulation of the church year, it was not possible to maintain continuous linear reading, but the texts had to form one whole. In the history of the Church, two traditions evolved. First of all, reading and interpretation of the text of the pericope on Sundays, and secondly, a continuous reading of texts outside the pericope on other days of the week. By the time of the Reformation, this tradition split into two different strands. In Lutheran churches the text of the ancient church was used, while in churches based on Calvin’s and Zwingli’s theological traditions, lectio continua or selected texts were used. A research of the history of the first series of the pericopae in Iceland, has shown that this series has been shaping the readings within the Icelandic church since AD 999/1000, and that it has been predominant within the common history of Christianity and the Icelandic people.

Um höfund (biography)

Sigurjón Árni Eyjólfsson, Háskóli Íslands

Héraðsprestur.

Niðurhal

Útgefið

2019-09-19