Frjálslynda guðfræðin sem fulltrúi lútherskrar arfleifðar : Ritdómsritgerð
Útdráttur
Í greininni er bók Gunnars Kristjánssonar Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu til umfjöllunar. Frjálslynda guðfræðin á ekki einungis djúpar rætur í evangelísk-lútherskri arfleifð, heldur telja fulltrúar hennar sig vera arftaka þeirrar guðfræðisýnar og tilvistarlegrar túlkunar sem sett var fram af Marteini Lúther og öðrum frömuðum siðbótarinnar. Þar sem hún setur forsendur, mótar efnistök og áherslur Gunnars er gerð grein fyrir arfleifð frjálslyndrar guðfræði. Í ljósi hennar er svo farið nánar ofan í kjölinn á bók Gunnars og er sjónum beint að miðlægu vægi almenns prestsdóms í henni.
Abstract
The article discusses Gunnar Kristjánsson’s book, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótar-sögu (Martin Luther – Flashes from the History of Reformation). Liberal theology has deep roots in Evangelical Lutheran heritage and liberal theologians consider themselves to be heirs of the theological vision and existential interpretation that was put forth by Martin Luther and other proponents of the reformation. Since it determines Kristjánsson’s presuppositions and affects his choice of subject as well as his main emphases, the heritage of liberal theology is considered. In its light Kristjánsson’s book is then examined, with the focus aimed at the importance of common priesthood in the book.