Köllun Móse þá og nú. Frásögnin í 2. Mósebók og málverk Einars Hákonarsonar

Höfundar

  • Gunnlaugur A. Jónsson Háskóli Íslands

Útdráttur

Í þessari grein um „Móse þá og nú“ er annars vegar fjallað um einn áhrifamesta textann í 2. Mósebók, þ.e. köllun Móse og opinberun Jahveh í 2Mós 3.1–14. Hins vegar er fjallað um málverk sem Einar Hákonarson (f. 1945) málaði út frá þessum texta á fyrra ári og nefndi Opinberun við Helgafell. Þar leitaðist hann við heimfæra hinn forna texta upp á íslenskar aðstæður og umhverfi. Hér er því ekki um hefðbundna ritskýringu að ræða heldur fremur þverfaglega rannsókn sem höfundur flokkar undir fræðasvið áhrifasögu Gamla testament-isins. Meginniðurstaða greinarinnar er sú að Einar sýnir hinni fornu frásögn trúnað en not-færir sér jafnframt frelsi listamannsins og flytur hina biblíulegu frásögn heim til íslenskra aðstæðna, eins og hann hefur gert í mörgum mynda sinna áður, og tekst það afar vel, að dómi höfundar. Nokkrum hluta greinarinnar er varið í að ræða samanburð á Móse og Sigurbirni Einarssyni biskupi (1911–2008) sem Einar notar sem „Mósegerving“ í myndinni.


Summary
This article, with the title “Moses Then and Now”, deals with one of the most influential texts of the Book of Exodus, i.e. the Call of Moses in Exod. 3. However, the emphasis is not so much on a traditional exegesis. It is rather an interdisciplinary study in the field of the reception history of the Bible. A painting by the Icelandic artist Einar Hákonarson (b. 1945) made under the influence of the story in Exod. 3 is discussed. In his painting, called A Revelation at the Holy Mountain, Mr. Hákonarson deals properly with the main features of the ancient text. However, in that endeavour he takes his liberty as an artist and re-imagines the Biblical Story in an Icelandic landscape, transposing the scene to his own surroundings as he has done many times before. A part of the article compares the person of Moses and the Icelandic bishop Sigurbjörn Einarsson (1911–2008), whom Hákonarson used as a “Mose-figure” in his painting.

Um höfund (biography)

Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóli Íslands

Prófessor

Niðurhal

Útgefið

2019-01-08