Endurlausn, exodus og von í kvikmyndinni The Shawshank Redemption

Höfundar

  • Gunnlaugur A. Jónsson Háskóli Íslands

Útdráttur

Ein allra vinsælasta kvikmynd síðari ára, The Shawshank Redemption (1994), er hér tekin til umfjöllunar með það fyrir augum að greina hin trúarlegu stef í henni en við blasir að notkun á trúarlegu og biblíulegu efni í myndinni er umtalsvert.

Myndin fjallar um Andy Dufresne (Tim Robbins), fyrrverandi bankastarfsmann, sem er dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir meint morð á eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Vistin í Shawshank-fangelsinu einkennist af miklu harðræði og kúgun en eldri fangi, sem gengur undir nafninu Red (Morgan Freeman), reynist Andy mikilvæg hjálparhella.

Í greininni eru tekin fyrir þrjú guðfræðiþemu til sérstakrar skoðunar og sýnt fram á að þau gegni þýðingarmiklu hlutverki í myndinni. Þetta eru exodusstefið, vonin og endur­lausnin. Sýnt er fram á að endurlausnin er hvorki aðeins andlegs eðlis né snýst hún einungis um ótrúlega björgun Andys úr fangelsinu, heldur hvernig hann leitast við að bæta hag fanga sinna þannig að þeir upplifa vissa endurlausn innan fangelsisins. Vísanirnar til exodusstefsins og 2. Mósebókar eru verulegar og talað hefur verið um að myndin sé óður til vonarinnar.

Loks er fjallað um þá kenningu að líta megi á Andy sem Kristsgerving í myndinni. Þó að hliðstæðurnar séu vissulega til staðar milli Andy og Krists er sýnt fram á að þær séu ekki síður við Móse eða þá hinn nafnlausa endurlausnara Gamla testamentisins (hebr. góel), sem kemur ekki síst við sögu í hjá Jesaja öðrum (Jes 40–55) og í Rutarbók. Þá er því haldið fram að setningin „Hjálpræðið/frelsunin er í henni“ (Biblíunni) sé mikil grundvallarsetning í myndinni og feli í sér margræðni.

Meginniðurstaðan er sú að þegar rýnt er í þessa mynd með gleraugum biblíufræða og guðfræði reynist hún fela í sér guðfræði vonar, endurlausnar og exodus og að auki hafa að geyma skírskotun til tveggja þekktustu og mikilvægustu persóna Biblíunnar.

Abstract

The popularity of the film The Shawshank Redemption (1994) has steadily increased since it was released and now (2015) it has been rated as “the greatest movie ever made” by the Internet Movie Database (IMdB).

In this article the main religious and biblical themes of the film are discussed, particularly the exodus-motif, the hope and the theme of the redemption which appears in the title of the film.

The film features Tim Robbins as Andy Dufresne, a young banker who is convicted of murdering his wife and her lover and then given two life sentences in the maximum-security Shawshank State Prison. However, Andy is innocent and at first he does not fit in very well to prison life. Early on, however, Andy becomes friends with Ellis “Red” Redding (Morgan Freeman), who is able to „get things“ from the outside. These two imprisoned men, over a number of years, find solace and eventual redemption through their friendship and acts of common decency.

In this article we discuss the theory that Andy can be seen as a Christ-figure but in spite of similarities it is claimed that he looks at least to the same extent as a Moses-figure or even as a goel, which is the Hebrew term for a redeemer.

The main conclusion of the article is that when the movie is seen through the glasses of theology and biblical studies it is a highly theological film which includes theology of hope, redemption and exodus and also reminds us of two of the best known and most important characters of the Bible, i.e. Moses and Jesus Christ.

Um höfund (biography)

Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóli Íslands

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Niðurhal

Útgefið

2015-12-17