Gamla konan
Útdráttur
Skordýrið“ og „Gamla konan“ eru úr verkinu Senilia. Ljóð í lausu máli (Senilia. Стихотворения в прозе, 1882). Áður hafa birst á prenti að minnsta kosti þrjár þýðingar á „Gömlu konunni“ („Старуха“). Brynjólfur Kúld sneri verkinu fyrir dagblaðið Ísland árið 1898 undir heitinu „Kerlingin“. Þessi þýðing var síðar birt í Lesbók Morgunblaðins árið 1987. Í Eldingu árið 1901 mátti lesa „Gömlu konuna“ eftir óþekktan þýðanda. Þá var þýðing Steingríms Thorsteinssonar, „Gamla konan“, birt bæði í Eimreiðinni og Lögbergi árið 1908. „Skordýrið“ („Насекомое“) hefur, að því að best er vitað, ekki áður birst í íslenskri þýðingu.