Tölvutengd tungumálakennsla: Kennslufræði, árangur og möguleikar Icelandic Online námskerfisins

Höfundar

  • Birna Arnbjörnsdóttir

Lykilorð:

Tölvutengd tungumálakennsla, tungumálanám fullorðinna, hegðun nemenda í fjarnámi gegnum tölvur, þátttaka nemenda í stórum opnum netnámskeiðum

Útdráttur

Greinin fjallar um sögu, þróun og möguleika á notkun Icelandic Online námskerfisins í tölvutengdri tungumálakennslu. Icelandic Online (www.icelandiconline.com) (IOL) fór í loftið árið 2004 en frá upphafi hafa yfir 330.000 manns heimsótt vefinn og um þriðjungur þeirra lokið einu eða fleiri af þeim fimm námskeiðum sem þar eru í boði. Í greininni er fyrst lýst kennsluaðferðum námskeiðanna í stuttu máli en þær hafa staðist tímans tönn í hröðum tæknibreytingum enda þróaðar út frá viðurkenndum kenningum um tungumálanám fullorðinna með tilliti til breyttra námsaðstæðna í netheimum. Þá er gerð grein fyrir rannsóknum á framvindu nemenda í námskeiðunum samkvæmt innbyggðu rakningarkerfi og könnunum á viðhorfum notenda til framsetningar námsviðfanga. Þær rannsóknir kalla m.a. á endurskoðun á mati á brottfalli nemenda í LMOOC (e. Language Massive Open Online Courses) námskeiðum almennt en eru líka vísbendingar um hvaða námsefni og kennsluaðferðir eru líklegar til að ná árangri í tölvustuddri tungumálakennslu. Að lokum verður fjallað um möguleika IOL-námskerfisins til að kenna önnur mál en íslensku.

Lykilorð: Tölvutengd tungumálakennsla, tungumálanám fullorðinna, hegðun nemenda í fjarnámi gegnum tölvur, þátttaka nemenda í stórum opnum netnámskeiðum

Niðurhal

Útgefið

2022-05-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar