Ég er ekki opinber persóna, ég er opinber starfsmaður: Upplifun opinberra starfsmanna af óvæginni umræðu og áreitni og tillögur þeirra að úrbótum
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2024.20.2.3Lykilorð:
Opinberir starfsmenn; óvægin umræða; áreitni; hótanir; samfélagsmiðlar; upplýsingaóreiða.Útdráttur
Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun opinberra starfsmanna á Íslandi af óvæginni umræðu og áreitni í starfi, ásamt því að skoða hvað sé til ráða til að bregðast við slíkri háttsemi. Breytt og harkalegri samfélagsumræða, meðal annars fyrir tilstilli samfélagsmiðla, hefur leitt til aukinnar óvæginnar umræðu og áreitni í garð opinberra starfsmanna. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við opinbera starfsmenn á Íslandi. Verklagi grundaðrar kenningar og þemagreiningar var beitt til að draga fram helstu þemu úr viðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar skiptast í fimm þemu sem eru eftirfarandi: Breytt umræða í samfélaginu um störf hins opinbera, eigin upplifun opinberra starfsmanna af óvæginni umræðu og áreitni, ótti og varnarviðbragð opinberra starfsmanna við framtíðarógn, valdalausi opinberi starfsmaðurinn og loks úrræðaleysi opinberra starfsmanna gagnvart brotalömum kerfisins þegar þeir lenda í óvæginni umræðu og áreitni. Viðmælendur voru sammála um að umræðan í samfélaginu einkenndist af markleysu og hörku í garð opinberra starfsmanna. Þeir upplifðu varnarleysi gagnvart umræðunni þar sem þeir eru bundnir þagnarskyldu og mega ekki leiðrétta rangfærslur á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Nokkrir höfðu lent í grófum tilfellum óvæginnar umræðu og áreitni, til dæmis nafn- og myndbirtingum opinberlega, fyrirsát, umsátri um heimili, hótunum, neteinelti og líkamlegu ofbeldi. Viðmælendur upplifðu að kerfið væri úrræðalaust og að þeir fengju ekki viðeigandi aðstoð í krefjandi aðstæðum. Þeir voru beðnir um að koma með tillögur að úrbótum á ástandinu, sem voru meðal annars betri stuðningur, samræmd viðbragðsáætlun hjá hinu opinbera, styrking löggjafar til verndar opinberum starfsmönnum og ráðning fjölmiðlafulltrúa.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.