Senda inn efni

Innskráning eða Nýskráning til að senda inn grein.

Minnislisti höfunda

Til að senda inn grein eða efni í tímaritið þurfa höfundar að staðfesta eftirfarandi atriði. Greinar sem ekki standast þessar kröfur verða endursendar höfundum.
  • Grein hefur ekki áður verið birt, né hefur verið send öðru tímariti til skoðunar (eða útskýringar veittar í skilaboðum til ritstjóra).
  • Greinin hefur verið send í nýlegri útgáfu af Microsoft Word skjali.
  • Greinum skulu fylgja útdrættir á íslensku og ensku sem ekki eru lengri en 250 orð hvor og fjalla um markmið, umfang og helstu niðurstöður greinar. Ef grein er á ensku er ekki gert ráð fyrir íslenskum útdrætti. Einnig fylgi 3-5 lykilorð greinar og samsvarandi ensk lykilorð undir enskum útdrætti.
  • Farið er að leiðbeiningum við uppsetningu á grein, með leturstærð, uppsetningu á töflum og myndum, sjá Leiðbeiningar til höfunda.
  • Uppsetning á heimildaskrá og aftanmálsgreinum eru eins og fyrir er mælt í leiðbeiningum sjá Leiðbeiningar til höfunda.
  • Greinar sem sendar eru í ritrýndan hluta tímaritsins þurfa að fylgja leiðbeiningum þar um Ensuring a Blind Review.

Ritrýndar greinar

Stjórnmál og stjórnsýsla er ritrýnt tímarit með „gagnkvæmri leynd“ (e. double blind) þar sem umsagnaraðilar fá ekki upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundur ekki upplýsingar um ritrýna. Til að grein fáist birt í tímaritinu þarf að vera nýnæmi að efninu og það er greinarhöfunda að sýna fram á í hverju það felst. Efni sem birst hefur áður í bókum eða fræðitímaritum er að öðru jöfnu ekki tekið til birtingar í tímaritinu. Nýnæmi getur falist í kenningarlegu framlagi, aðferðafræði og því að ný gögn séu kynnt.

Persónuvernd

Nöfn og netföng sem sett eru inni í vefkerfi tímaritsins eru einvörðungu notuð í þeim tilgangi sem uppgefinn er og þau verða ekki notuð í öðrum tilgangi og ekki hagnýtt af eða afhent öðrum aðilum.